Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. janúar 2022 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Markmiðið að skora þrennu fyrir Barcelona og danska landsliðið
Martin Braithwaite ætlar sér stóra hluti árið 2022
Martin Braithwaite ætlar sér stóra hluti árið 2022
Mynd: EPA
Danski framherjinn Martin Braithwaite er með ansi háleit markmið fyrir þetta ár en hann ætlar sér að skora þennu fyrir bæði Barcelona og danska landsliðið.

Kaup Barcelona á Braithwaite eru sennilega ein þau furðulegustu í sögu félagsins en hann var keyptur frá Leganes í byrjun 2020 vegna manneklu.

Framherjar Barcelona voru meiddir og gat félagið nýtt sér reglur spænsku deildarinnar með því að kaupa einn leikmann úr spænsku deildinni til að fylla skarðið.

Braithwaite varð fyrir valinu en á þessum tveimur árum hefur hann skorað 10 mörk og lagt upp 5 í 56 leikjum. Hann er með tvö mörk í þremur leikjum á þessu tímabili.

Markmið hans fyrir árið 2022 eru háleit en hann ætlar sér að skora þrennu fyrir Barcelona og danska landsliðið og jafnvel nokkrar.

„Ég er að skoða verkefni mín fyrir 2022. Það er eitt lítið persónulegt markmið sem ég hef sett mér og það er að skora þrennu fyrir Barcelona og danska landsliðið og af hverju ekki nokkrar þrennur. Koma svo!" sagði Braithwaite á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner