Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 09:08
Elvar Geir Magnússon
Frakkar og Færeyingar í riðli U21 landsliðs Íslands
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason (til hægri) er þjálfari U21 landsliðið.
Ólafur Ingi Skúlason (til hægri) er þjálfari U21 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið hefur verið í undankeppni EM 2027 hjá U21 landsliðum karla.

Ísland er þar í C-riðli með Frakklandi, Sviss, Færeyjum, Lúxemborg og Eistlandi. Leikjadagskrá hefur ekki verið gefin út.

Undankeppnin verður leikin frá mars 2025 til október 2026 og umspilsleikir verða spilaðir í nóvembermánuði.

Lokakeppni EM 2027 verður haldin í Albaníu og Serbíu. Þangað komast þau níu lið sem vinna riðla sína og það lið sem er með bestan árangur í öðru sæti. Hin átta liðin sem enda í öðru sæti fara í umspilið en fjögur lið komast þar í gegn.
Athugasemdir
banner
banner
banner