Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Grasrótin - 2. umferð, Vogarnir í stuði og 4. deild farin af stað
Tveggja Turna Tal - Samantha Smith
Hugarburðarbolti GW 36 Man Utd og Tottenham í 16 og 17 sæti!
Leiðin úr Lengjunni - Keflvíkingar brjálaðir og Grindvíkingar snúa heim
Tveggja Turna Tal - John Andrews
Betkastið - Upphitun 4&5.deild
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao
Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!
Betkastið - Upphitun 2 & 3.deild
Innkastið - Markaregn og málaliðar
Leiðin úr Lengjunni - Fyrsta umferð gerð upp
Tveggja Turna Tal - Adda Baldursdóttir
Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool
Uppbótartíminn - Íslenski kvennaboltinn á mannamáli
Tveggja Turna Tal - Agla María Albertsdóttir
   mán 06. mars 2017 08:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Guðjón Baldvins: Eina markmið mitt í ár að skora
Guðjón Baldvins, sóknarmaður Stjörnunnar.
Guðjón Baldvins, sóknarmaður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í harðri baráttu í leik á Hlíðarenda.
Í harðri baráttu í leik á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik á undirbúningstímabilinu.
Í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður finnur að maður er viljugri til að fara út í útihlaupin vitandi að við verðum í Evrópukeppni. Maður vill vera í standi og við viljum ná langt og mæta skemmtilegum liðum," segir Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður Stjörnunnar, í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net.

Í löngu og ítarlegu viðtali ræddi hann meðal annars um stökkbreytingu á aðstöðu Stjörnunnar, atvinnumennskuna, heimkomuna og svaraði öðruvísi spurningum í Tíunni.

Tveir uppaldir Stjörnumenn fóru úr Garðabæjarliðinu yfir í FH; Halldór Orri Björnsson og Veigar Páll Gunnarsson. Félagaskipti þeirra gerði marga stuðningsmenn Stjörnunnar pirraða.

„Þeir eru báðir mjög góðir vinir mínir og erfitt fyrir mig að sitja hérna og tala um þetta. Það var sérstaklega mikið sjokk varðandi Halldór Orra, Veigar var að renna út á samning og manni grunaði að þetta færi svona. Ég mætti bara í vinnuna og þá var Halldór kominn í FH. Boltinn er bara orðinn fyrirtæki og það getur ýmislegt gerst."

Atvinnumennskan ekki svona falleg
Guðjón lék sem atvinnumaður í Skandinavíu 2012 - 2015 en kom svo heim í uppeldisfélag sitt, Stjörnuna.

„Ástæðan fyrir því að ég kom heim var aðallega vegna fjölskyldunnar. Ég á tvö börn núna og konu. Við vildum fara að festa rætur. Þetta var búið að vera mikið flakk og fjölskyldan þarf að finna sig. Það hefur gengið vel. Ég er að vinna 8-4 og konan í skóla. Það eru allir í miklu jafnvægi. Mér finnst við hafa komið heim á réttum tíma," segir Guðjón.

Áður en Guðjón fór í atvinnumennskuna var hann hjá KR. Hann segist hafa verið með það á heilanum hjá KR að komast út í atvinnumennskuna en hann fór víða til reynslu á sínum tíma.

„Ef ég hefði fengið par af sokkum og skó þá hefði ég farið út. Mig langaði bara að verða atvinnumaður og spila fyrir 20-30 þúsund áhorfendur. Sænska úrvalsdeildin er ekkert mjög stór deild og launatölurnar hjá meðalliði ekkert rosalegar miðað við atvinnumennsku. Umhverfið í sænsku deildinni er samt geggjað. Það mæta 20 þúsund manns þegar maður fer á útileiki gegn AIK, Hammarsby, Elfsborg, Malmö og þessum liðum. Það er ákveðinn draumur fyrir unga leikmenn að taka þátt í svona leikjum, allt í einu verður maður betri fótboltamaður."

Guðjón segir að atvinnumennskan sé samt ekki bara dans á rósum.

„Atvinnumennskan er ekki alveg eins falleg og fólk heldur. Það er mótlæti. Ég sá þetta í hyllingum á sínum tíma og ungir strákar gera það. Þú þarft samt að vera tilbúinn að glíma við mótlæti og ýmsa hluti. Þú þarft að vera tilbúinn að takast á við ýmislegt andlega. En það er hrikalega skemmtilegt að hafa fengið að upplifa þetta," segir Guðjón.

Sóknarleikurinn verið ferskari
Guðjón skoraði fimm mörk í Pepsi-deildinni í fyrra og fimm mörk tímabilið á undan. Hann vill fjölga mörkum sínum.

„Ég hef oft sagt það í viðtölum að ég elska að skora mörk og vil skora miklu meira. Það er bara eitt markmið hjá mér í ár og það er að skora. Ég hef undanfarin ár ekki verið með nein markmið í markaskorun. Davíð (Snorri Jónasson) aðstoðarþjálfari hefur komið sterkur inn og er með menn í markmiðasetningu. Ég kann mjög vel við hann og við erum með markmið, það er að skora meira. Það hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu. Ég hef fundið taktinn og stefni á að vera í toppnum í markaskorun."

„Við erum að þróa okkar leik. Varðandi sóknarleikinn þá hefur hann verið ferskari og áhrifameiri á undirbúningstímabilinu. Við höfum verið að spila svolítið aðra taktík og höfum náð að skapa fleiri færi. Við erum bara að þróa okkur áfram í þessu," segir Guðjón Baldvinsson en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner