Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 06. mars 2021 00:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Niðurstaðan erfið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fjölnir og Breiðablik í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 1-3 fyrir Blika og var sigurinn sannfærandi. Mörk Breiðablik skoruðu Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Mark Fjölnis skoraði Baldur Sigurðsson.

"Þetta var erfiður leikur í dag við vissum þetta yrði erfitt, mér fannst liðið leggja mikið í leikinn og þetta var að mörgu leiti ágætis leikur hjá okkur en niðurstaðan erfið og við verðum bara að halda áfram" Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Ása staðan vera á liðinu í dag?

"Staðan heilt yfir er ágæt, við höfum verið að lenda í smá óhöppum, meiðsli hjá Hans, Dofra, Andri í gær og Breki núna í leiknum, þetta er svona aðeins að týnast út það er bara partur af þessu en heilt yfir er staðan á hópnum góð, menn eru í góðu standi fyrir utan þá sem eru tæpir og við hlökkum til loka undirbúnings"

Hvernig standa leikmannamálin hjá Fjölni?

"Hópurinn er þéttur, við erum samt alveg að skoða hvað við getum gert. Það hefur týnst úr sérstaklega aftast hjá okkur, Peter fer í fyrra, Torfi fer í Fylki og núna meiðist Hans og ef einhverjir möguleikar opnast sem við sjáum að geti styrkt okkur þá auðvitað skoðum við það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner