Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 06. mars 2021 00:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Niðurstaðan erfið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fjölnir og Breiðablik í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 1-3 fyrir Blika og var sigurinn sannfærandi. Mörk Breiðablik skoruðu Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Mark Fjölnis skoraði Baldur Sigurðsson.

"Þetta var erfiður leikur í dag við vissum þetta yrði erfitt, mér fannst liðið leggja mikið í leikinn og þetta var að mörgu leiti ágætis leikur hjá okkur en niðurstaðan erfið og við verðum bara að halda áfram" Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Ása staðan vera á liðinu í dag?

"Staðan heilt yfir er ágæt, við höfum verið að lenda í smá óhöppum, meiðsli hjá Hans, Dofra, Andri í gær og Breki núna í leiknum, þetta er svona aðeins að týnast út það er bara partur af þessu en heilt yfir er staðan á hópnum góð, menn eru í góðu standi fyrir utan þá sem eru tæpir og við hlökkum til loka undirbúnings"

Hvernig standa leikmannamálin hjá Fjölni?

"Hópurinn er þéttur, við erum samt alveg að skoða hvað við getum gert. Það hefur týnst úr sérstaklega aftast hjá okkur, Peter fer í fyrra, Torfi fer í Fylki og núna meiðist Hans og ef einhverjir möguleikar opnast sem við sjáum að geti styrkt okkur þá auðvitað skoðum við það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner