Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   lau 06. mars 2021 00:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Niðurstaðan erfið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fjölnir og Breiðablik í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 1-3 fyrir Blika og var sigurinn sannfærandi. Mörk Breiðablik skoruðu Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Mark Fjölnis skoraði Baldur Sigurðsson.

"Þetta var erfiður leikur í dag við vissum þetta yrði erfitt, mér fannst liðið leggja mikið í leikinn og þetta var að mörgu leiti ágætis leikur hjá okkur en niðurstaðan erfið og við verðum bara að halda áfram" Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Ása staðan vera á liðinu í dag?

"Staðan heilt yfir er ágæt, við höfum verið að lenda í smá óhöppum, meiðsli hjá Hans, Dofra, Andri í gær og Breki núna í leiknum, þetta er svona aðeins að týnast út það er bara partur af þessu en heilt yfir er staðan á hópnum góð, menn eru í góðu standi fyrir utan þá sem eru tæpir og við hlökkum til loka undirbúnings"

Hvernig standa leikmannamálin hjá Fjölni?

"Hópurinn er þéttur, við erum samt alveg að skoða hvað við getum gert. Það hefur týnst úr sérstaklega aftast hjá okkur, Peter fer í fyrra, Torfi fer í Fylki og núna meiðist Hans og ef einhverjir möguleikar opnast sem við sjáum að geti styrkt okkur þá auðvitað skoðum við það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner