Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 06. mars 2021 00:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Niðurstaðan erfið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fjölnir og Breiðablik í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 1-3 fyrir Blika og var sigurinn sannfærandi. Mörk Breiðablik skoruðu Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Mark Fjölnis skoraði Baldur Sigurðsson.

"Þetta var erfiður leikur í dag við vissum þetta yrði erfitt, mér fannst liðið leggja mikið í leikinn og þetta var að mörgu leiti ágætis leikur hjá okkur en niðurstaðan erfið og við verðum bara að halda áfram" Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Ása staðan vera á liðinu í dag?

"Staðan heilt yfir er ágæt, við höfum verið að lenda í smá óhöppum, meiðsli hjá Hans, Dofra, Andri í gær og Breki núna í leiknum, þetta er svona aðeins að týnast út það er bara partur af þessu en heilt yfir er staðan á hópnum góð, menn eru í góðu standi fyrir utan þá sem eru tæpir og við hlökkum til loka undirbúnings"

Hvernig standa leikmannamálin hjá Fjölni?

"Hópurinn er þéttur, við erum samt alveg að skoða hvað við getum gert. Það hefur týnst úr sérstaklega aftast hjá okkur, Peter fer í fyrra, Torfi fer í Fylki og núna meiðist Hans og ef einhverjir möguleikar opnast sem við sjáum að geti styrkt okkur þá auðvitað skoðum við það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir