Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. mars 2023 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyþór birtir klippu úr þekktri bíómynd - Er ekki að fara neitt
Eyþór Aron (hér númer 18) gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð.
Eyþór Aron (hér númer 18) gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Eyþór Aron Wöhler hefur blásið á sögusagnir um að hann sé á förum frá Breiðabliki. Það gerir hann með klippu úr kvikmyndinni Wolf of Wall Street á samfélagsmiðlum.

Það kom fram í útvarpsþættinum Fótbolta.net um helgina að Eyþór væri hugsanlega á förum frá Blikum; heyrst hefur að HK vilji fá hann á láni í sumar.

Eyþór, sem er 21 árs gamall, er í mikilli samkeppni í Blikaliðinu en hópurinn hjá Íslandsmeisturum er mjög stór og sterkur. Eyþór spilaði 25 leiki í Bestu deildinni með ÍA í fyrra og skoraði í þeim átta mörk.

Leikmaðurinn segist ekki vera á förum en myndbandið sem hann birti má sjá hér að neðan.

Breiðablik er þessa stundina í æfingaferð í Portúgal en liðið spilaði í síðustu viku æfingaleik gegn varaliði Brentford og fór þar með sigur af hólmi. Eyþór skoraði í leiknum en mörkin má sjá með því að smella hérna.

Sjá einnig:
Eyþór Wöhler: Fyrst og fremst Óskar Hrafn Þorvalds


Athugasemdir
banner
banner
banner