Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. mars 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn hlupu sáralítið - Ten Hag refsaði þeim grimmilega í byrjun tímabils
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Manchester United þurfti að sætta sig við 7-0 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tapið var vægast sagt niðurlægjandi fyrir United gegn erkifjendum sínum.

Lewis Steele, fréttamaður á Daily Mail, vekur athygli á því í dag hversu lítið leikmenn Man Utd lögðu í leikinn.

Saman hlupu leikmenn liðsins 99,01 kílómetra í leiknum, sem er lægsta hlaupatalan hjá United frá því liðið tapaði 4-0 gegn Brentford í upphafi tímabils.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, refsaði leikmönnum sínum eftir leikinn gegn Brentford með því að láta hvern og einn hlaupa 13,8 kílómetra í steikjandi hita daginn eftir leik. Hann lét þá hlaupa það mikið vegna þess að það var munurinn á Man Utd og Brentford í þeim leik.

Ten Hag hljóp þá með leikmönnum til að sýna að bæri ábyrgð líka, en leikmenn mættu snemma á fund hjá þeim hollenska í morgun.

Þess ber að geta að það hefur verið mikið álag á United upp á síðkastið en liðið er enn með í öllum keppnum. Það getur þó ekki verið nein afsökun fyrir þessum hörmungar úrslitum í gær.


Athugasemdir
banner
banner