Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. mars 2023 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn mættu snemma til fundar við Ten Hag
Eftir leik í gær.
Eftir leik í gær.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United var mættur eldsnemma til starfa á æfingasvæði United í morgun.

Lið Man Utd var gjörsamlega niðurlægt af erkifjendum sínum Liverpool í gær, en leikurinn endaði með 7-0 sigri Liverpool.

„Ég er búinn að segja leikmönnunum mína skoðun. Þetta var ófagmannlegt því þú verður að þjappa þér saman sem lið. Við gerðum það ekki og það var enginn agi. Það geta komið bakslög en þeir verða að standa saman og vinna vinnuna," sagði Ten Hag eftir leikinn í gær.

Leikmenn áttu að vera mættir á æfingasvæðið klukkan níu í morgun, en þegar liðið tapaði 5-0 fyrir Liverpool á síðustu leiktíð þá gaf Ole Gunnar Solskjær leikmönnum frí daginn eftir. Það er ekkert frí í dag.

Fyrr á tímabilinu lét Ten Hag leikmenn sína hlaupa rúmlega 13 kílómetra í steikjandi hita eftir 4-0 tapleik á móti Brentford og það er spurning hvort menn þurfi að hlaupa á eftir. Hollendingurinn mun allavega taka góðan fund með sínum mönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner