Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Roma býður Noregsförum frítt á úrslitaleikinn
Roma gefur alla miðana frá UEFA
Mynd: EPA

AS Roma mætir Feyenoord í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar og verður leikurinn spilaður á Kombetare Arena í Albaníu sem tekur ekki nema 21 þúsund manns í sæti.


Roma hefur ákveðið að gefa alla sína miða á leikinn og því ljóst að stuðningsmenn félagsins þurfa ekki að borga sig á úrslitaleikinn.

Það er þó ljóst að ekki allir stuðningsmenn geta fengið miða og því verður haldið lottó þar sem ársmiðahafar hafa forgang. Roma er með um 20 þúsund ársmiðahafa.

Það eru þó 166 stuðningsmenn sem eru með tryggð sæti á úrslitaleiknum, þeir 166 sem ferðuðust til Noregs í riðlakeppninni.

Rómverjar lögðu á sig langt ferðalag að hausti til og horfðu á sína menn vera niðurlægða af Bodö/Glimt. Lokatölur urðu 6-1 fyrir Bodö.

Nú vill ítalska félagið biðja þessa stuðningsmenn afsökunar.

Liðin mættust svo aftur í útsláttarkeppninni og tapaði Roma aftur á útivelli en vann heimaleikinn þægilega til að tryggja sig áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner