Tvær breytingar á hvoru liði
Klukkan 20:00 hefst lokaleikurinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum. Þangað koma Stjörnumenn og hitta fyrir KR-inga.
Liðin eru í 9. og 10. sæti Bestu deildarinnar og mættust á sama velli fyrir rúmri viku í deildinni. Þá vann KR 1-0 sigur í nokkuð lokuðum leik.
Liðin eru í 9. og 10. sæti Bestu deildarinnar og mættust á sama velli fyrir rúmri viku í deildinni. Þá vann KR 1-0 sigur í nokkuð lokuðum leik.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Stjarnan
KR gerði 3-3 jafntefli gegn Fylki í síðasta deildarleik. Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á sínu liði. Simen Kjellevold kemur í markið og Kristinn Jónsson kemur inn fyrir Aron Þórð Albertsson.
Stjarnan vann 4-0 sigur á KA í síðasta deildarleik. Jökull Elísabetarson gerir tvær breytingar á sínu liði. Kjartan Már Kjartansson tekur út leikbann og Róbert Frosti Þorkelsson tekur sér sæti á bekknum. Inn koma Hilmar Árni Halldórsson og Emil Atlason.
Sjö leikmenn í byrjunarliðunum voru valdir í U21 og U19 landsliðin í dag. Fimm koma frá Stjörnunni og tveir frá KR.
Byrjunarlið KR:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Björn Berg Bryde
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
32. Örvar Logi Örvarsson
Athugasemdir