Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 05. júlí 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coutinho kveður Aston Villa (Staðfest)
Mynd: Aston Villa
Brasilíski sóknartengiliðurinn Philippe Coutinho mun ekki spila aftur fyrir Aston Villa. Hann er alfarið orðinn leikmaður Vasco da Gama í heimalandinu.

Aston Villa staðfesti þetta með tilkynningu í dag þar sem Coutinho er þakkað fyrir framlag sitt til félagsins.

Coutinho er 33 ára gamall og var hjá Inter, Liverpool, Barcelona og FC Bayern áður en hann gekk í raðir Aston Villa fyrir þremur og hálfu ári síðan. Hann er uppalinn hjá Vasco da Gama og lék fyrir félagið á lánssamningi á síðustu leiktíð.

Hann lék 68 A-landsleiki fyrir Brasilíu á tólf ára landsliðsferli sem lauk 2022, en hann kom aðeins að 9 mörkum í 43 leikjum á dvöl sinni hjá Villa.

Það eru næstum því liðin tvö ár síðan Coutinho spilaði síðast fyrir Aston Villa.


Athugasemdir