Brasilíski sóknartengiliðurinn Philippe Coutinho mun ekki spila aftur fyrir Aston Villa. Hann er alfarið orðinn leikmaður Vasco da Gama í heimalandinu.
Aston Villa staðfesti þetta með tilkynningu í dag þar sem Coutinho er þakkað fyrir framlag sitt til félagsins.
Coutinho er 33 ára gamall og var hjá Inter, Liverpool, Barcelona og FC Bayern áður en hann gekk í raðir Aston Villa fyrir þremur og hálfu ári síðan. Hann er uppalinn hjá Vasco da Gama og lék fyrir félagið á lánssamningi á síðustu leiktíð.
Hann lék 68 A-landsleiki fyrir Brasilíu á tólf ára landsliðsferli sem lauk 2022, en hann kom aðeins að 9 mörkum í 43 leikjum á dvöl sinni hjá Villa.
Það eru næstum því liðin tvö ár síðan Coutinho spilaði síðast fyrir Aston Villa.
Aston Villa can confirm that Philippe Coutinho has completed a permanent move to Vasco da Gama.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) July 4, 2025
Everyone at Aston Villa would like to thank Philippe for his service to the club and wish him all the best in his future career.
Athugasemdir