Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   lau 05. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Spenna í efstu deildum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er líf og fjör í íslenska boltanum í dag þar sem þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla og einn í Lengjudeildinni á meðan kvennaboltinn er í fríi yfir EM.

Spútnik lið Vestra tekur á móti Val í toppbaráttuslag, en Ísfirðingar eru búnir að tapa fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum og eru því búnir að dragast afturúr. Þeir eru fimm stigum á eftir Val, sem situr í þriðja sæti með 24 stig eftir 13 umferðir.

Valur getur jafnað Breiðablik í öðru sætinu með sigri í dag.

Á sama tíma tekur botnlið ÍA á móti Fram, en Framarar eru jafnir Vestra í fimmta sæti deildarinnar sem stendur.

ÍBV og Víkingur R. eigast við í lokaleik dagsins í Bestu deildinni, en ÍBV er í fallbaráttunni á meðan Víkingur trónir á toppi deildarinnar og getur komist í fimm stiga forystu með sigri.

HK spilar á sama tíma við Völsung í Lengjudeildinni og þarf sigur til að halda í við toppbaráttuliðin.

Þá eru leikir á dagskrá í 3. deild og 5. deild karla, auk eins leiks í utandeildinni.

Besta-deild karla
14:00 Vestri-Valur (Kerecisvöllurinn)
14:00 ÍA-Fram (ELKEM völlurinn)
16:00 ÍBV-Víkingur R. (Hásteinsvöllur)

Lengjudeild karla
16:00 HK-Völsungur (Kórinn)

2. deild karla
14:00 KFA-KFG (SÚN-völlurinn)
16:00 Víkingur Ó.-Dalvík/Reynir (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 Kormákur/Hvöt-Höttur/Huginn (Blönduósvöllur)

3. deild karla
14:00 KV-Sindri (KR-völlur)
16:00 Magni-Reynir S. (Grenivíkurvöllur)
16:00 KF-Augnablik (Ólafsfjarðarvöllur)

5. deild karla - A-riðill
15:00 Skallagrímur-Álafoss (Skallagrímsvöllur)

5. deild karla - B-riðill
14:00 Stokkseyri-RB (Eyrarfiskvöllurinn)

Utandeild
14:00 Afríka-Neisti D. (Þróttheimar)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 15 9 3 3 39 - 20 +19 30
2.    Víkingur R. 15 9 3 3 27 - 16 +11 30
3.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner