Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   lau 05. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Toppliðin misstigu sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Hafnir
Það ríkir gríðarleg spenna í nokkuð jafnri 4. deild í ár, þar sem toppliðin tvö mættu bæði til leiks í gærkvöldi en tókst ekki að bera sigur úr býtum.

KÁ trónir á toppi deildarinnar með 21 stig úr 9 umferðum og +21 í markatölu. Hafnfirðingar heimsóttu Vængi Júpíters í gær en tókst ekki að sigra.

Lokatölur urðu 3-3 í gríðarlega skemmtilegum slag þar sem liðin skiptust á að skora. Vængirnir tóku forystuna í tvígang en KÁ komst yfir á lokamínútunum, áður en Bjarni Fannar Arnþórsson jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma. Vængir Júpíters eru um miðja deild með 13 stig eftir jöfnunarmarkið.

KH er í öðru sæti, einu stigi á eftir KÁ eftir að hafa gert óvænt jafntefli á heimavelli gegn Kríu. Patrik Írisarson Santos skoraði fyrsta markið snemma leiks en Viðar Þór Sigurðsson jafnaði fyrir Seltirninga með marki úr vítaspyrnu á lokakaflanum.

Kría er um miðja deild eftir jafnteflið með 12 stig.

Að lokum sigruðu Hafnir botnslaginn gegn Hamri í Hveragerði.

Ingimar Þorvaldsson tók forystuna fyrir Hvergerðinga sem leiddu 1-0 í leikhlé, en staðan snerist við í síðari hálfleik. Hafnir komu til baka með tveimur mörkum svo lokatölur urðu 1-2.

Til gamans má geta að Pétur Georg Markan, 44 ára bæjarstjóri Hveragerðis, var á bekknum í dag og fékk að spila síðustu mínúturnar í tapinu.

Pétur Georg á farsælan feril að baki í íslenska boltanum en þetta er fyrsti leikur sem hann tekur þátt í síðan hann kom við sögu í nokkrum leikjum með Herði Ísafirði á árunum 2014 til 2018.

Hamar er aðeins með eitt stig á botni deildarinnar og þarf að girða sig í brók til að eiga möguleika á að forðast fall. Á meðan eru Hafnir í næstneðsta sæti með 9 stig eftir jafnmargar umferðir - einu stigi frá öruggu sæti í deildinni.

Vængir Júpiters 3 - 3 KÁ
1-0 Jónas Breki Svavarsson ('4 )
1-1 Brynjar Bjarkason ('14 )
2-1 Aron Sölvi Róbertsson ('28 )
2-2 Arnór Pálmi Kristjánsson ('33 )
2-3 Bjarki Sigurjónsson ('85 )
3-3 Bjarki Fannar Arnþórsson ('92)

KH 1 - 1 Kría
1-0 Patrik Írisarson Santos ('9 )
1-1 Viðar Þór Sigurðsson ('85 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Birgir Ólafur Helgason , KH ('90)

Hamar 1 - 2 Hafnir
1-0 Ingimar Þorvaldsson ('27 )
1-1 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('51 )
1-2 Tomas Adrian Alassia ('67 , Sjálfsmark)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 12 8 4 0 50 - 17 +33 28
2.    KH 12 8 2 2 35 - 20 +15 26
3.    Árborg 12 5 5 2 29 - 22 +7 20
4.    Vængir Júpiters 12 5 5 2 25 - 19 +6 20
5.    Elliði 12 5 5 2 24 - 18 +6 20
6.    Hafnir 12 5 0 7 28 - 34 -6 15
7.    Kría 12 3 4 5 22 - 25 -3 13
8.    Álftanes 12 3 2 7 16 - 27 -11 11
9.    KFS 12 3 1 8 18 - 48 -30 10
10.    Hamar 12 0 2 10 15 - 32 -17 2
Athugasemdir
banner
banner
banner