Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við Hudson-Odoi ganga vel
Mynd: EPA
Umboðsteymi Callum Hudson-Odoi er statt í Aþenu þessa dagana þar sem viðræður við stjórnendur Nottingham Forest fara fram.

Hudson-Odoi er aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við Forest og eru ýmis félög bæði á Englandi og Ítalíu sem hafa sýnt leikmanninum áhuga undanfarnar vikur.

Sky Sports greinir frá því að viðræðunum miðar vel áfram en Hudson-Odoi er 24 ára kantmaður sem kom að 8 mörkum í 36 leikjum með Forest á síðustu leiktíð.

Leikmaðurinn hefur leikið fyrir Nottingham í tvö ár og er í heildina búinn að skora 13 mörk í 57 úrvalsdeildarleikjum fyrir félagið.

Hann gæti reynst mikilvægur fyrir liðið á komandi tímabili þar sem Forest mun leika í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 30 ár.
Athugasemdir
banner