

Martin Ho skilur við Brann í toppbaráttunni í Noregi, þar sem liðið er komið með 35 stig eftir 14 umferðir.
Kvennalið Tottenham er búið að ráða Martin Ho sem nýjan aðalþjálfara eftir frábæran árangur hans með Brann í Noregi.
Ho tekur við starfinu hjá Tottenham eftir að samningur Robert Vilahamn rann út á dögunum.
Ho gerir þriggja ára samning við Tottenham. Hann er 35 ára gamall og var í fótboltaakademíunni hjá Everton áður en hann gerðist þjálfari ungur að aldri.
Hann var aðstoðarþjálfari kvennaliðs Everton frá 2015 til 2018 og tók svo við stjórn á U21 liði Liverpool áður en hann var ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá Manchester United frá 2020 til 2023. Hann vakti athygli á sér hjá Man Utd og var fenginn yfir í norska boltann.
Það verður áhugavert að fylgjast með gengi Tottenham undir stjórn Ho, en liðið endaði í næstneðsta sæti ensku ofurdeildarinnar á síðustu leiktíð - með 20 stig úr 22 umferðum.
We are delighted to announce the appointment of Martin Ho as our new Women’s Head Coach ??
— Tottenham Hotspur Women (@SpursWomen) July 4, 2025
Athugasemdir