Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 05. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna í dag - England spilar við Frakkland
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir á dagskrá í fyrstu umferð í riðlakeppni Evrópumóts kvenna í dag, þar sem Wales spilar við Holland áður en Frakkland og England eigast við í stórleik.

Liðin leika öll saman í D-riðli mótsins og er búist við gríðarlega spennandi baráttu um efstu tvö sætin.

England er ríkjandi Evrópumeistari og endaði liðið í öðru sæti á HM fyrir tveimur árum. Frakkar hafa alltaf verið með hágæða fótboltalið og sýndu gæðin sín meðal annars í tvöföldum sigri gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í vor.

Hollendingar eru einnig með afar sterkt lið en talið er ólíklegt að Walesverjar kræki sér í stig. Holland og Wales hafa mæst fjórum sinnum í sögunni og alltaf hafa Hollendingar haft betur.

EM
16:00 Wales - Holland
19:00 Frakkland - England
Athugasemdir
banner