Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fös 06. september 2019 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ray Anthony: ÍR vann þessa "fifty-fifty" bolta sem talað er um
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ömurleg tilfinning. Verð að gefa ÍR stelpunum það að þær komu grimmar og ákveðnar í leikinn og þær voru á köflum að vinna þessa 50:50 bolta. Við fengum alveg fullt af færum en vantaði gæði framávið. Þær fá vítaspyrnu. Ég var langt frá þessu en frá þeim stað þar sem ég stóð þá fannst mér þetta vera frekar ódýrt. Við áttum samt að skora nokkur mörk í þessum leik, það gerðist ekki og þá töpum við leikjum, sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 1-0 tap liðsins gegn ÍR í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Tveir leikir eru eftir af leiktíðinni og staða Grindavíkur ekki sérstök í baráttunni um að halda sér uppi. Liðið er með jafnmörg stig og Augnablik sem mætir ÍA í kvöld. Augnablik var fyrir umferðina í næstneðsta sæti deildarinnar, fallsæti.

„Mér líst ágætlega á framhaldið. Við eigum möguleika og við förum í alla leiki til að vinna. Við verðum að hala inn stigum í þeim."

Helga Guðrún Kristinsdóttir fékk höfuðhögg snemma leiks og þurfti að yfirgefa völlinn skömmu seinna. Ray sagði ástandið á Helgu í lagi en slæmt hefði verið að missa hana af velli.

„Ég held að hún sé í lagi eins og er. Það var slæmt að missa gæði hennar af vellinum. Það var stór biti fyrir okkur að kyngja að missa hana úr framlínunni," sagði Ray að lokum.
Athugasemdir
banner