Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   sun 06. september 2020 21:41
Mist Rúnarsdóttir
Alexandra: Skorar ekki ef þú ert hrædd við boltann
Alexandra var frábær á miðjunni hjá Blikum í kvöld og skoraði tvö mörk
Alexandra var frábær á miðjunni hjá Blikum í kvöld og skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fáum svona smá tusku í andlitið í byrjun þegar þær sækja svolítið á okkur en svo sýndum við karakter. Fórum að stinga inn á þær og þá fóru færin að koma hjá okkur. Svo fáum við inn mark og þá fer sjálfstraustið upp og það er allt upp á við eftir það,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 4-0 sigur á Þrótti í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  4 Breiðablik

Alexandra átti frábæran leik á miðjunni hjá Blikum, skoraði tvö mörk og var gríðarlega ákveðin og hugrökk í allri baráttu fyrir framan mark Þróttar. Er Alexandra alveg óttalaus?

„Ég myndi nú ekki segja það, en þú skorar ekki ef þú ert hræddur við boltann. Versta sem gæti gerst er að þú færð boltann í hausinn og það er allt í góðu,“ svaraði Alexandra létt.

Blikar fara með sigrinum upp í 30 stig og eiga leik til góða á topplið Vals sem er með stigi meira. Liðið tapaði sínum fyrstu stigum gegn Selfossi á dögunum og þurfti svo að sitja hjá í síðustu umferð þar sem leik liðsins gegn KR var frestað.

„Það var náttúrulega glatað að tapa þessum leik en við sýndum hér í dag að við eigum ekkert að vera að tapa leikjum. Við hugsum bara um okkur og það þýðir ekkert að pæla í því hvort við séum að elta eða hvort við séum fyrir ofan. Svo lengi sem við vinnum.“

Alexandra var að lokum spurð út í landsliðið en Jón Þór Hauksson mun tilkynna landsliðshóp fyrir leikina mikilvægu í undankeppni EM núna á miðvikudag. Hún vonast að sjálfsögðu til að vera í hópnum og segir marga liðsfélaga hennar úr Blikaliðinu einnig gera sterkt tilkall.

Þú getur horft á allt viðtalið við Alexöndru í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner