Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. september 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld - Stóra stundin er runnin upp
Icelandair
Ísland á risastóran leik við Holland í kvöld
Ísland á risastóran leik við Holland í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðiðið spilar sinn stærsta leik í sögunni er liðið heimsækir Holland á Stadion Galgenwaard í Utrecht klukkan 18:45 í kvöld.

Ísland er í efsta sæti riðilsins í undankeppni HM með 18 stig á meðan Holland er í öðru sæti með 17 stig.

Landsliðinu dugir stig til að komast í lokakeppni HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Það yrði stærsta augnablik í sögu kvennalandsliðsins. Liðið hefur komist á síðustu fjögur Evrópumót en aldrei tekist að komast á HM og nú er svo sannarlega færi til þess.

Búið er að selja 16 þúsund miða á völlinn. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og auðvitað í beinni útsendingu á RÚV.

Leikur dagsins:

Landslið kvenna - Undankeppni HM
18:45 Holland-Ísland (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner