Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan fylgist grannt með 2. deildinni og valnefnd þáttarins hefur valið úrvalslið keppnistímabilsins, í boði ICE. Það var opinberað í sérstökum uppgjörsþætti. Dalvík/Reynir vann deildina og ÍR endaði í öðru sæti. Hér að neðan má líta úrvalsliðið augum en einnig voru þjálfari ársins, besti leikmaður ársins og efnilegasti leikmaður ársins valdir.
Nikola Stoisavljevic - KFA
Kári Gautason - Dalvík/Reynir
Arek Jan Grzelak - KFA
Toni Tipuric - Dalvík/Reynir
Geir Sigurbjörn Ómarsson - KFA
Ásgeir Börkur Ásgeirsson - ÍR
Unnar Ari Hansson - KFA
Borja López - Dalvík/Reynir
Jón Arnar Barðdal - KFG
Áki Sölvason - Dalvík/Reynir
Bragi Karl Bjarkason - ÍR

Varamenn:
Aitor González - Víkingur Ó.
Sigurður Gunnar Jónsson - KFG
Þröstur Mikael Jónasson - Dalvík/Reynir
Alexander Kostic - ÍR
Ívan Óli Santos - ÍR
Ágúst Unnar Kristinsson - ÍR
Björn Axel Guðjónsson - Víkingur Ó.
Adam Árni Róbertsson - Þróttur V.
Kári Sigfússon - Þróttur V.
Þjálfari ársins: Dragan Stojanovic - Dalvík/Reynir
„Það er ekki hægt að keppa við það að taka við nýliðum og rúlla upp um deild, þrátt fyrir erfiða byrjun," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum. Leikmaður Dalvíkur/Reynis, Tómas Þórðarson, bætir við: „Þú kemst ekki upp með neitt rugl hjá honum og hann gerði hlutina frábærlega. Hann er strangur þjálfari og kreistir það besta út úr mönnum."
Leikmaður ársins: Bragi Karl Bjarkason - ÍR
Skoraði 22 mörk í 21 leik og gjörsamlega sprakk út í liði ÍR-inga. Stærsti þátturinn í því að liðið náði því langþráða markmiði að komast loksins upp um deild. Eftir að hafa verið í meiðslavandræðum náði Bragi heilu undirbúningstímabili og náði að raða inn mörkum.
Efnilegastur: Geir Sigurbjörn Ómarsson - KFA
„Algjörlega frábær á þessu tímabili og vel að þessu kominn," segir Sverrir Mar en Geir, sem er fæddur 2004, lék 20 leiki með KFA sem var í harðri baráttu um að komast upp um deild.
Eldri lið ársins í 2. deild:
Lið ársins í 2. deild 2022
Lið ársins í 2. deild 2021
Lið ársins í 2. deild 2020
Lið ársins í 2. deild 2019
Lið ársins í 2. deild 2018
Lið ársins í 2. deild 2018
Lið ársins í 2. deild 2017
Lið ársins í 2. deild 2016
Lið ársins í 2. deild 2015
Lið ársins í 2. deild 2014
Lið ársins í 2. deild 2013
Lið ársins í 2. deild 2012
Lið ársins í 2. deild 2011
Lið ársins í 2. deild 2010
Lið ársins í 2. deild 2009
Lið ársins í 2. deild 2008
Lið ársins í 2. deild 2007
Lið ársins í 2. deild 2006
Lið ársins í 2. deild 2005
Lið ársins í 2. deild 2004
Athugasemdir