
Umboðsmaður hollenska landsliðsmannsins Denzel Dumfries hefur látið hafa það eftir sér ða hann óttist að eftir frammistöðu leikmannsins á HM muni verðmiðinn á honum hækka það mikið að erfitt verði að kaupa hann frá Inter.
Dumfries er byrjunarliðsmaður í hollenska liðinu og átti frábæran leik þegar Holland sló út Bandaríkin í 16-liða úrslitunum. Þar lagði hann upp fyrstu tvö mörk liðsins og skoraði svo þriðja markið.
Dumfries er byrjunarliðsmaður í hollenska liðinu og átti frábæran leik þegar Holland sló út Bandaríkin í 16-liða úrslitunum. Þar lagði hann upp fyrstu tvö mörk liðsins og skoraði svo þriðja markið.
Dumfries hefur verið orðaður við Manchester United sem gæti horft í möguleikann á því að skipta út Aaron Wan-Bissaka og fá Dumfries í staðinn til að berjast um sæti í liðinu við Diogo Dalot. Dumfries hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Tottenham.
Samningur hans við Inter er til ársins 2025 og ítalska félagið gæti nýtt sér góða frammistöðu leikmannsins á HM til að hækka aðeins verðmiðann á honum.
Rafaela Pimenta, umboðsmaður Dumfries, hefur allavega áhyggjur af því. „Það þekkja allir alla leikmenn, en allir horfa á HM. Verðmiðarnir breytast. Dumfries? Ég vona að verðmiðinn hafi ekki hækkkað of mikið því þá verður erfitt að selja hann."
Í slúðurpakkanum í morgun var sagt frá því að verðmiðinn gæti verið 43 milljónir punda og svo rúmar átta í bónusgreiðslur.
Dumfries er 26 ára gamall og kom til Inter frá PSV fyrir rúmu ári síðan. Í 21 leik með Inter á þessu tímabili hefur hann verið sautján sinnum í byrjunarliðinu, þrisvar sinnum komið inn á og einu sinni verið ónotaður varamaður.
Athugasemdir