Arsenal virðist ætla gera stóra hluti á markaðnum í janúar en liðið hefur verið orðað við Mykhailo Mudryk og Joao Felix.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Arsenal vilji fá Felix á láni og Atletico vilji fá 16 milljónir evra í lánsfé.
Arsenal er ekki tilbúið að borga það og sagt er að Arsenal sé að reyna semja um lægra verð.
Svo leit allt út fyrir að hinn ungi Mykhailo Mudryk væri á leið til félagsins en erkifjendurnir í Chelsea eru komnir í baráttu við Arsenal og verður áhugavert að sjá hvar hann endar.
Athugasemdir