Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 12:22
Elvar Geir Magnússon
Rodri er í Meistaradeildarhópnum hjá Man City
Rodri vonast til að spila aftur áður en tímabilinu lýkur.
Rodri vonast til að spila aftur áður en tímabilinu lýkur.
Mynd: EPA
Manchester City hefur staðfest leikmannahóp sinn fyrir Meistaradeildina út tímabilið. Stærstu fréttirnar eru klárlega þær að spænski miðjumaðurinn Rodri er í hópnum.

Rodri sleit krossband í september og þá var talið að hann yrði frá út tímabilið. Að hann sé í Meistaradeildarhópnum bendir þó til þess að City telji að hann gæti snúið aftur í lok tímabils.

Rodri er handhafi gullboltans og fjarvera hans nefnd sem ein helsta ástæða þess að City hefur verið langt frá sínu besta á tímabilinu.

Abdukodir Khusanov, Omar Marmoush og Nico Gonzalez sem voru keyptir í janúar eru allir í Meistaradeildarhópnum hjá City. Það er hinsvegar ekkert pláss fyrir varnarmanninn Vitor Reis, hann er nítján ára og kom frá Palmeiras.

Samkvæmt reglum UEFA mega eiga félög aðeins gera þrjár breytingar á hópnum sínum milli deildarkeppninnar og útsláttarkeppninnar.

Manchester City mun mæta ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í umspili Meistaradeildarinnar en það verður spilað síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner