Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. mars 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Óverðskuldað að þeir séu undir í einvíginu
Nær Chelsea að koma til baka gegn Dortmund?
Nær Chelsea að koma til baka gegn Dortmund?
Mynd: EPA
Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, og Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, spá í leikina.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, og Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, spá í leikina.
Mynd: Úr einkasafni
Benfica er svo gott sem komið áfram.
Benfica er svo gott sem komið áfram.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla í kvöld. Fyrstu einvígi 16-liða úrslitanna klárast en það er gríðarleg spenna fyrir leik Chelsea og Borussia Dortmund á Stamford Bridge.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Halldór Árnason

Benfica 2 - 0 Club Brugge (4 - 0)
Benfica er í frábærri stöðu fyrir þennan leik. Þeir unnu fyrri leikinn sannfærandi og munu vinna þennan leik örugglega. Gjörsamlega ósigrandi á heimavelli með 17 sigra og tvö jafntefli á tímabilinu til þessa. Club Brugge gengur áfram afleitlega í deildinni og nýráðinn þjálfari liðsins, Scott Parker, er í miklu brasi. Lokaniðurstaða 2-0 aftur, Mario og Ramos með mörkin.

Chelsea 2 - 0 Dortmund (2 - 1)
Eins lélegir og Chelsea hafa verið á tímabilinu þá voru þeir töluvert sterkari aðilinn í fyrri leiknum og eru óverðskuldað 1-0 undir í einvíginu. Á meðan Dortmund hafa verið frábærir í Þýskalandi þá þekkja allir hörmungar Chelsea liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það hefur hins vegar verið þannig að þegar Chelsea hafa farið lengst í Evrópu þá hafa þeir verið upp á sitt versta í deildinni. Eins órökrétt og það er, þá spái ég Chelsea áfram í kvöld; 2-0 sigur, mörk frá Havertz og Felix.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Benfica 4 - 0 Club Brugge (6 - 0)
Rosalegur munur á þessum liðum. Benfica að eiga frábært tímabil á meðan Belgarnir voru að tapa 3-0 fyrir Oostende í síðasta leik. Þetta verður 4-0 slátrun. Gæti orðið stærra.

Chelsea 1 - 1 Dortmund (1 - 2)
Fyrri leikurinn geggjaður og Chelsea óheppnir að ná ekki allavega jöfnu. Chelsea hins vegar ennþá verulega hikstandi meðan Dortmund eru á flugi heima. Spái svipuðu lífi í þessum leik og þeim fyrri. Dortmund fer hins vegar áfram á seiglunni, 1-1 lokatölur.

Fótbolti.net spáir - Aksentije Milisic

Benfica 2 - 0 Club Brugge (4 - 0)
Benfica er miklu betra liðið í þessu einvígi eins og leikurinn í Belgíu sýndi. Liðið er óstöðvandi í portúgölsku deildinni og hefur heillað marga í deild þeirra bestu. Þrátt fyrir að vera bara á hálfum hraða í kvöld tel ég að það skili þeim sigri gegn slöku liði Club Brugge. Joao Mario heldur áfram að skila sínu og argentínska skepnan Nicolas Otamendi stangar eitt í netið. Lokatölur 2-0 og því 4-0 samanlagt.

Chelsea 2 - 1 Dortmund (2 - 2)
Þetta er mjög jafnt einvígi eins og fyrri leikurinn sýndi. Chelsea var betra liðið en tapaði óverðskuldað að mínu mati. Liðið hefur verið arfaslakt í sóknarleiknum en hefur hins vegar verið að fá á sig fá mörk.

Dortmund er á rosalegu skriði heima fyrir en ég held að Chelsea á heimavelli muni gíra sig vel í þetta verkefni. Lið eru oft óþekkjanleg þegar þau mæta til leiks í annarri keppni. Þeir bláklæddu vinna leikinn 2-1 og klára svo dæmið í framlengingunni og fara áfram.

Staðan í heildarkeppninni:
Halldór Árnason - 7
Fótbolti.net - 7
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 6

Sjá einnig:
Spenna í loftinu - Svona er staðan fyrir seinni leiki 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner