Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. mars 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Gestgjafar HM vilja ekki hafa Sádi-Arabíu sem styrktaraðila
Mynd: Getty Images
Fótboltasamband Ástralíu vonast til þess að FIFA hætti við fyriráætlanir um að ferðamálayfirvöld í Sádi-Arabíu verði styrktaraðili HM kvenna í sumar.

Mótið fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en greint var frá því að 'Visit Saudi' yrði opinber styrktaraðili mótsins.

Mótshaldarar segjast ekki hlynntir þessu en Sádi-Arabía hefur verið sakað um mannréttindabrot og að nota íþróttir til að reyna að bæta ímynd sína (e. Sportswashing).

„Fótboltasamband Ástralíu hefur leitað ráða og rætt málin við mikilvæga aðila, þar á meðal ríkisstjórn landsins og samstarfsaðila. Allir aðilar voru sammála um að þessi styrktaraðili er ekki í takt við okkar sýn varðandi mótið og við erum ekki hlynnt því að nafn hans verði við keppnina," segir James Johnson, framkvæmdastjóri ástralska sambandsins.

Ísland rétt missti af sæti á HM kvenna sem fram fer 20. júlí til 20. ágúst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Skipuleggjendur vonast til þess að mótið slái áhorfendamet.

Talsvert var gagnrýnt þegar íslenska karlalandsliðið tók vináttulandsleik við Sádi-Arabíu í fyrra.

Sjá einnig:
Segir að styrktarsamningurinn við Sádí-Arabíu sé stórskrítinn
Athugasemdir
banner
banner
banner