Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. mars 2023 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Weghorst svarar fyrir sig: Var að reyna að pirra Van Dijk
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images
Wout Weghorst, sóknarmaður Manchester United, hefur gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á myndbandi sem hefur pirrað stuðningsmenn Manchester United.

Í myndbandinu sést Weghorst snerta 'This is Anfield' skiltið sem er í leikmannagöngunum þegar gengið er út á Anfield, heimavöll Liverpool.

Leikmenn Liverpool hafa í marga áratugi snert skiltið áður en þeir ganga inn á völlinn. Marga dreymir um að snerta skiltið en sjaldan er um að ræða framherja erkióvinanna í Manchester United. Algengt er að stuðningsmenn snerti merkið þegar þeir fara í skoðunarferð um leikvanginn.

„Ég bregst vanalega ekki við því sem kemur fram í fjölmiðlum en ég verð að gera það núna því stuðningsfólk Manchester United er svo mikilvægt fyrir mig. Ég vil útskýra myndbandið," segir Weghorst á Instragram.

„Ég þekki Virgil (van Dijk) úr hollenska landsliðinu og hann hefur talað um það að hann snerti alltaf skiltið. Ég reyndi að hindra það að hann myndi snerta skiltið til að pirra hann fyrir leikinn"

Það hefur verið í fréttum í dag að Weghorst hafi verið stuðningsmaður Liverpool í æsku.

„Ég var alltaf stuðningsmaður FC Twente. Ég er stoltur af því núna að spila fyrir Manchester United og það er ekki hægt að efast um hvað mér þykir vænt um félagið."

Man Utd tapaði á niðurlægjandi hátt gegn Liverpool, 7-0, en Weghorst segir að leikmenn séu staðráðnir í að bæta fyrir það á næstu vikum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner