Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   fös 07. maí 2021 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Hreiðars: Þetta er frábært stig
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þrótt Vogum.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þrótt Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum heimsóttu nágranna sína í Njarðvík þegar 2.deild karla hóf göngu sína nú kvöld.
Báðum þessum liðum er spáð sigri í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári og mátti því búast við hörku leik á Rafholtsvellinum nú í kvöld.

Frábær leikur, frábært skemmtun, gott start Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar Vogum eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  3 Þróttur V.

Þróttarar lentu tvívegis í leiknum tveimur mörkum undir en tókst að koma tilbaka í bæði skiptin og sótti mikilvægt stig.
Frábær, algjörlega frábær karakter og kannski miklu skemmtilegra en þrjú stig að gera þetta svona sýnir bara hvað býr í búningsklefanum hjá okkur, frábær drengir.

Frábær karakter því Njarðvík er með hörku lið og þetta var jafn leikur þrátt fyrir að við hefðum lent 3-1 undir og kannski full ódýr mörk og við skorum annað mark sem var löglegt líka en þetta var frábær leikur og frábær skemmtun og ég er rosalega ánægður með karakterinn í liðinnu, frábær karakter.

Báðum þessum liðum er spáð upp en Hermann sagði það ekki skipta máli hvenær þeir þyrftu að mæta þeim.
Jájá, það þarf að spila við alla og þetta var á útivelli og þeir eru með hörku lið þannig þetta er frábært stig

Marc Wilson var á varamannabekk Þróttar Vogum en hann er gríðarlega reynslu mikill leikmaður með fjöldan allan af leikjum úr Ensku Úrvaldsdeildinni og Írska landssliðinu undir beltinu.
Nei, þetta er frábær karakter og hann er kominn hérna til að hjálpa til og vera í þjálfarateyminu og spila eitthvað. Hann er ekki kominn í neitt stand eins og sást kannski en það var fínt að henda honum aðeins í djúpu laugina og sjá hvar hann er staddur. Sagði Hermann Hreiðarsson aðspurður út í hvort það hafi verið erfitt að selja honum hugmyndina af Þrótti Vogum.

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner