Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 07. maí 2022 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Hallgrímur Jónasson: Eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA kom í viðtal eftir að liðið hans gerði 0-0 jafntefli við KR í dag. Arnar Grétarsson aðalþjálfari liðsins bað um að senda aðstoðarmanninn sinn þar sem hann hafði þegar tekið nokkuð mörg viðtöl. 

Hallgrímur var nokkuð sáttur við niðurstöðuna og hafði þetta að segja.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Var þetta unnið stig frekar en töpuð 2?

„Já svona miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá get ég ekki sagt annað en að við séum gríðarlega ánægðir með úrslitin. Við spilum ágætis leik fram að rauða spjaldinu, við hefðum kannski átt að vera aðeins betri og rólegri á boltanum en eftir rauða spjaldið erum við bara frábærir. Vinnum vel og fáum nánast ekki færi á okkur þannig við erum bara gríðarlega ánægðir."

Ert þú búinn að sjá endursýningu á rauða spjaldinu?

„Nei ég er ekki búinn að sjá þetta aftur og ég vill ekki tjá mig of mikið um þetta. Ég er búinn að tala við báða leikmennina og fæ tvær mismunandi útgáfur þannig það er bara best að bíða eftir að vera búinn að sjá þetta sjálfur. Ég þekki Kjartan Henry vel og er búinn að gera síðan ég var ungur þannig að ég myndaði mér strax skoðun á þessu en það er best að sjá þetta."

Hvað sagði Arnar til þess að fá þetta rauða spjald?

„Það var bara einhver allmenn tuð á bekknum og það var búið að vara hann við og hann ákveður að henda honum upp í stúku. Hann sagði ekkert eitthvað sérstakt held ég til þess að fá rautt spjald bara óánægður með hvað er að gerast."

10 stig eftir 4 leiki þetta fer vel af stað.

„Já þetta fer bara vel af stað, við erum með gríðarlega sterkan hóp og við vitum það. Ekki mikil breyting á hópnum frá því í fyrra. Við höfum verið í smá meiðslabrasi á undirbúningstímabilinu en svona smátt og smátt er hópurinn að þéttast og menn að verða klárir. Þannig við erum bara að sýna það að við erum á gríðarlega flottum stað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Hallgrímur ræðir nánar dómara frammistöðuna og frammistöðu síns liðs.



Athugasemdir
banner
banner
banner