
„Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik þar sem við stjórnuðum leiknum frá A-Ö," sagði Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 2-2 jafntefli gegn Gana í kvöld.
„Þetta breyttist í síðari hálfleik og kannski fórum við niður um gír. Kannski var þreyta i mannskapnum en sendingarnar voru lausari og tempóið af okkar hálfu lækkaði. Þeir fengu að halda boltanum alltof mikið. Við vorum komnir í ákveðna handboltavörn og það er eitthvað sem við viljum ekki. Þetta endar á því að þeir skapa sér færi og skora."
Kári hefur ekki miklar áhyggjur fyrir HM þrátt fyrir úrslitin gegn Noregi og Gana.
„Eins og ég sagði eftir Noregs leikinn þá skulum við ekki mála skrattann á vegginn. Það eru breytingar á liðinu og vonandi verður Aron klár og svo framvegis. Það er margt jákvætt í þessu en að sama skapi eru ákveðnir hlutir sem við megum ekki leyfa okkur að gera."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir