 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Ísland vann í kvöld magnaðan sigur gegn Englandi á Wembley í vináttulandsleik. Um var að ræða síðasta leik Englendinga fyrir Evrópumótið.
Kobbie Mainoo, sem sló í gegn með Manchester United á nýafstöðnu tímabili, spilaði fyrir England í kvöld en átti ekki alveg sinn besta dag.
                                    
                
                                    Kobbie Mainoo, sem sló í gegn með Manchester United á nýafstöðnu tímabili, spilaði fyrir England í kvöld en átti ekki alveg sinn besta dag.
Hann ræddi við Sky Sports eftir leikinn en vildi ekki veita Fótbolta.net viðtal í kjölfarið; hann vildi frekar fara beint upp í rútu eftir erfiðan tapleik.
Það vakti athygli að Mainoo hélt á íslenskri landsliðstreyju þegar hann gekk í gegnum fjölmiðlasvæðið. Hann skipti á treyjum við Bjarka Stein Bjarkason, leikmann Venezia.
Bjarki var í kvöld að spila sinn þriðja A-landsleik en hann lék frábærlega í hægri bakverðinum. Anthony Gordon og Cole Palmer komust lítið áleiðis gegn honum.
Skemmtilegt treyjuskipti fyrir Bjarka, og ekki síður fyrir Mainoo eftir þann frábæra leik sem Bjarki átti.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                 
         
     
                                 
                                     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

