Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 07. júní 2024 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Mainoo hélt á íslenskri landsliðstreyju í gegnum fjölmiðlasvæðið
Icelandair
Kobbie Mainoo í viðtali eftir leikinn.
Kobbie Mainoo í viðtali eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland vann í kvöld magnaðan sigur gegn Englandi á Wembley í vináttulandsleik. Um var að ræða síðasta leik Englendinga fyrir Evrópumótið.

Kobbie Mainoo, sem sló í gegn með Manchester United á nýafstöðnu tímabili, spilaði fyrir England í kvöld en átti ekki alveg sinn besta dag.

Hann ræddi við Sky Sports eftir leikinn en vildi ekki veita Fótbolta.net viðtal í kjölfarið; hann vildi frekar fara beint upp í rútu eftir erfiðan tapleik.

Það vakti athygli að Mainoo hélt á íslenskri landsliðstreyju þegar hann gekk í gegnum fjölmiðlasvæðið. Hann skipti á treyjum við Bjarka Stein Bjarkason, leikmann Venezia.

Bjarki var í kvöld að spila sinn þriðja A-landsleik en hann lék frábærlega í hægri bakverðinum. Anthony Gordon og Cole Palmer komust lítið áleiðis gegn honum.

Skemmtilegt treyjuskipti fyrir Bjarka, og ekki síður fyrir Mainoo eftir þann frábæra leik sem Bjarki átti.
Athugasemdir
banner
banner