Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fös 07. júlí 2023 23:14
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Halls: Ætluðum að skilgreina ákveðna viðspyrnu
Lengjudeildin
Arnar Hallsson
Arnar Hallsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst þetta nokkuð góður leikur frá okkar hendi og fannst mér við skapa okkur fullt af góðum stöðum en fannst við í fyrri hálfleik of fljótir að skjóta þegar við gátum spilað okkur í betri færi. “Voru orð Arnars Hallssonar þjálfara Njarðvíkur um leik sinna manna í dag í 2-1 tapi gegn ÍA í blíðskaparveðri á Akranesi fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Njarðvík

Njarðvík sem situr í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar sér fram á erfiðan seinni hluta mótsins. En finnst Arnari liðið vera að vaxa?

„Í þessum leik ætluðum við að skilgreina ákveðna viðspyrnu frá okkur og mér fannst hún greinileg. Ég merkti mikinn mun á liðinu og er ég ánægður með það. Það er alltaf fúlt að tapa fótboltaleikjum en mín skoðun er að við verðum soft eitt augnablik og gerum tvenn mistök í "sloppy" hreinsunum og þá fer þetta í tvö mörk. “

Arnar sagði á dögunum í viðtali við Fótbolta.net að
Rafael Victor væri á förum frá félaginu og væri það vegna þess að leikmaðurinn endurspeglaði ekki þau gildi sem liðið stæði fyrir. Rafael var ekki með gegn Leikni á dögunum en sneri aftur í lið Njarðvíkur í kvöld.

„Rafael er búinn að sýna frábært hugarfar frá því þetta gerist að ég segi þetta og tek hann út úr hóp. Hann er búinn að leggja mjög hart að sér á æfingum og hefur verið jákvæður og flottur á hverjum einasta degi og breytti skoðun minni með góðri frammistöðu á æfingum og framúrskarandi hugarfari.“

Marc McAusland var fjarverandi í leikmannahópi Njarðvíkur í kvöld og var fréttaritara ekki kunnugt um að hann væri að glíma við meiðsli. Um hans fjarveru sagði Arnar.

„Ég bara valdi hann ekki í dag. Hann fékk bara frí og ég vonast til þess að við sjáum hann í okkar röðum í næsta leik.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir