Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. september 2020 23:52
Ívan Guðjón Baldursson
Landsliðsmaður Belgíu með kórónuveiruna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brandon Mechele, landsliðsmaður Belgíu sem var ónotaður varamaður í sigri gegn Danmörku á laugardaginn, kom jákvæður úr kórónuveiruprófi í gær.

Mechele er 27 ára miðvörður Club Brugge og á aðeins einn landsleik að baki fyrir aðallið Belgíu.

Belgíska landsliðið staðfesti þetta með tísti fyrr í kvöld. Mechele hefur verið sendur heim.

Þetta ætti ekki að hafa áhrif á landsleik Íslands gegn Belgíu sem hefst klukkan 18:45 í kvöld í Brussel.

Ísland er án stiga eftir tap gegn Englandi á laugardaginn. Í heildina eru sex umferðir og fellur eitt lið niður í B-deildina.

Ísland mætti Belgíu tvisvar í Þjóðadeildinni haustið 2018. Belgar höfðu þá betur bæði heima og úti, 5-0 samanlagt.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner