Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 07. september 2024 19:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég held þetta séu rétt úrslit. Það var lítið í þessu. Lítið af færum og okkur gekk erfiðlega að koma okkur í og skapa okkur stöður til þess að búa til færi. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða." Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Leikmönnum til varnar þá eru erfiðar aðstæður hérna. Mikið rok og boltinn mikið uppi í loftinu og mikið um stöðubaráttur og barningur. Þetta var örugglega ekkert svakalega skemmtilegur leikur að horfa á." 

„Við fengum ekki mikið. Mögulega hefðum við átt að fá víti þarna einusinni þegar boltinn fór í hendina á honum en hann dæmdi ekki. Þetta var svolítið bara stál í stál." 

Keflavík hefði með sigri í dag getað sett alvöru pressu á ÍBV og lyft sér upp fyrir þá í fyrsta sætið um stundarsakir. 

„Það var toppsæti í boði og það tókst ekki. Við mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi." 

Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner