Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.
Lestu um leikinn: Njarðvík 0 - 0 Keflavík
„Ég held þetta séu rétt úrslit. Það var lítið í þessu. Lítið af færum og okkur gekk erfiðlega að koma okkur í og skapa okkur stöður til þess að búa til færi. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða." Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.
„Leikmönnum til varnar þá eru erfiðar aðstæður hérna. Mikið rok og boltinn mikið uppi í loftinu og mikið um stöðubaráttur og barningur. Þetta var örugglega ekkert svakalega skemmtilegur leikur að horfa á."
„Við fengum ekki mikið. Mögulega hefðum við átt að fá víti þarna einusinni þegar boltinn fór í hendina á honum en hann dæmdi ekki. Þetta var svolítið bara stál í stál."
Keflavík hefði með sigri í dag getað sett alvöru pressu á ÍBV og lyft sér upp fyrir þá í fyrsta sætið um stundarsakir.
„Það var toppsæti í boði og það tókst ekki. Við mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi."
Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |