Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
   lau 07. september 2024 19:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég held þetta séu rétt úrslit. Það var lítið í þessu. Lítið af færum og okkur gekk erfiðlega að koma okkur í og skapa okkur stöður til þess að búa til færi. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða." Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Leikmönnum til varnar þá eru erfiðar aðstæður hérna. Mikið rok og boltinn mikið uppi í loftinu og mikið um stöðubaráttur og barningur. Þetta var örugglega ekkert svakalega skemmtilegur leikur að horfa á." 

„Við fengum ekki mikið. Mögulega hefðum við átt að fá víti þarna einusinni þegar boltinn fór í hendina á honum en hann dæmdi ekki. Þetta var svolítið bara stál í stál." 

Keflavík hefði með sigri í dag getað sett alvöru pressu á ÍBV og lyft sér upp fyrir þá í fyrsta sætið um stundarsakir. 

„Það var toppsæti í boði og það tókst ekki. Við mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi." 

Nánar er rætt við Harald Freyr Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner