Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 07. september 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Líkleg byrjunarlið í fyrsta leik Heimis - Grealish og Maguire snúa aftur
Heimir Hallgrímsson mun stýra Írum í fyrsta sinn í dag
Heimir Hallgrímsson mun stýra Írum í fyrsta sinn í dag
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson mun stýra sínum fyrsta landsleik með Írum á morgun og fær hann alvöru próf til þess en hann og lærisveinar hans munu mæta Englendingum í nágrannaslag.

Eyjamaðurinn tók við írska landsliðinu í sumar stuttu eftir að hafa sagt upp störfum hjá Jamaíka.

Samkvæmt Daily Mail munu þeir Jack Grealish og Harry Maguire snúa aftur í liðið, en þeir voru ekki valdir í EM-hóp Gareth Southgate í sumar.

Lee Carsley stýrir enska landsliðinu á meðan fótboltasambandið leitar að arftaka Southgate.

Líklegt byrjunarlið Írlands: Caoimhin Kelleher (M), Chiedozie Ogbene, Dara O'Shea, Liam Scales, Jake O'Brien, Robbie Brady, Kasey McAteer, Will Smallbone, Jason Knight, Sammie Szmodics, Adam Idah.

Líklegt byrjunarlið Englands: Jordan Pickford (M), Trent Alexander-Arnold, Marc Guehi, Harry Maguire, Levi Colwill, Declan Rice, Kobbie Mainoo, Jack Grealish, Bukayo Saka, Anthony Gordon, Harry Kane.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer fram á Aviva-leikvanginum í Dyflinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner