Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 07. október 2021 18:18
Elvar Geir Magnússon
Nýr eigandi Newcastle á dýrasta heimili heims - Sjáðu myndirnar
Mohammed Bin Salman.
Mohammed Bin Salman.
Mynd: Getty Images
Krónprinsinn Mohammed Bin Salman í Sádi-Arabíu er búinn að kaupa enska fótboltafélagið Newcastle en hann fer fyrir hópi fjárfesta.

Félagið er keypt á 305 milljónir punda. Það er þó aðeins 65 milljónum meira en heimili hans í Frakklandi er metið á.

Um er að ræða dýrasta heimili heims en „höllin" er rétt hjá Versölum.

Í húsinu má finna sædýrasafn, inni- og útisundlaugar, næturklúbb, bókasafn, skvass-sali, bíósal, tvo veislusali og vínkjallara þar sem hægt er að geyma allt að þrjú þúsund flöskur.

Tíu herbergissvítur eru í húsinu og þar má finna mörg rándýr listaverk. Garðurinn í kringum húsið er svo gríðarstór.

Rapparinn Kanye West og eiginkona hans Kim Kardashian veltu því meðal annars fyrir sér að halda brúðkaupið sitt í húsinu 2014.

Bin Salman er 36 ára og ber marga flotta titla í heimalandi sínu, þar á meðal sem varaforsætisráðherra og varnarmálaráðherra.

Hann er næstur í röðinni til að taka við krúnunni í Sádi-Arabíu, á eftir föður sínum Salman kóngi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner