Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. nóvember 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Rúrik gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason, kantmaður Sandhausen, gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Tyrklandi og Moldóvu. Rúrik átti að vera í hópnum en hann gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum en 433.is greinir frá.

„Rúrik átti að vera hérna í hópnum, hann gat ekki tekið þátt í þessu verkefni af persónulegum ástæðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari við 433.is.

Í síðustu tveimur landsliðshópum hefur Rúrik ekki verið með en hann var fjarri góðu gamni í síðasta landsliðsverkefni vegna meiðsla.

Rúrik er kominn af stað aftur eftir þau meiðsli en hann var í byrjunarliðinu gegn Hannover um síðustu helgi.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner