Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Erik Tobias Sandberg áfram hjá ÍA
Erik Tobias Sandberg
Erik Tobias Sandberg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norski varnarmaðurinn Erik Tobias Sandberg hefur samið við ÍA um að leika áfram með liðinu næstu tvö árin.

Sandberg er 24 ára gamall miðvörður sem er uppalinn hjá Lilleström en hann kom til ÍA fyrir nýafstaðið tímabil.

Norðmaðurinn spilaði 26 leiki og skoraði 1 mark er ÍA hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar.

ÍA var mjög ánægt með hans frammistöðu á tímabilinu og hefur hann þá fallið vel inn í samfélagið á Akranesi en hann hefur nú skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Sandberg á að baki leiki fyrir unglingalandsliðin í Noregi og þar lék hann einmitt með Erling Braut Haaland, leikmanni Manchester City, en þeir tveir ásamt Erik Botheim skipuðu rappsveitina Flow Kingz.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner