Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 07. nóvember 2024 12:15
Elvar Geir Magnússon
Hilmar Árni farinn af stað með áhugaverða hlaðvarpsþætti
Hilmar léttur í leik með Stjörnunni.
Hilmar léttur í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Guðjónsson sér um þættina ásamt Hilmari. Arnar er körfuboltaþjálfari og einnig bróðir Helga Guðjónssonar, sóknarmanns Víkings.
Arnar Guðjónsson sér um þættina ásamt Hilmari. Arnar er körfuboltaþjálfari og einnig bróðir Helga Guðjónssonar, sóknarmanns Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson og körfuboltaþjálfarinn Arnar Guðjónsson eru farnir af stað með nýja hlaðvarpsþáttaseríu sem kallast 'Berjast'. Í þáttunum ræða þeir við þjálfara úr hinum ýmsu íþróttagreinum og fara með þeim á dýptina í öllu sem snýr að þjálfun.

Hilmar, sem lék fyrir Stjörnuna, var um árabil einn besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta en lagði nýlega skóna á hilluna. Hann er nú kominn út í þjálfun og ræddi við Fótbolta.net um hugmyndina á bak við þessa nýju þætti, sem má nálgast á berjast.is og í hlaðvarpsveitum.

Það má segja að Hilmar sé að fara á 'óbeint' þjálfaranámskeið með því að byrja með þessa hlaðvarpsþætti.

„Vel spottað hjá þér. Í rauninni er þetta ekki fyrir fólkið heldur fyrir mig," segir Hilmar léttur. „Ég er búinn að vera með glósubókina uppi."

„Pælingin var að fá viðmælendur úr þjálfaraheiminum og fá þeirra pælingar um það hvernig þeir hafa tæklað hlutina. Þegar þeir standa einir gegn einhverju, hvort sem það eru fjölmiðlar, stuðningsmenn, stjórnarmenn, leikmenn eða hvað sem er. Hvernig díla menn við erfiðu tímana. Auðvitað er farið út í þjálffræði, hvernig kemurðu þínum gildum að og hvernig tengirðu við hóp og allt það."

„Þetta hefur verið mjög áhugavert ferli. Þetta var hugmyndin hans Arnars og ég hef leyft honum að koma mér inn í þetta. Það hefur verið gaman að kynnast nýjum þjálfurum og reyna að kafa á dýptina. Pælingin er að skoða þá hluti sem ekki endilega allir sjá en eru íþróttafólki mjög kunnugir."

Hilmar viðurkennir að hafa komið sjálfum sér á óvart með því að segja já við því að taka þetta verkefni að sér þegar Arnar viðraði hugmyndina.

„Ég hélt að ég myndi aldrei taka eitthvað svona að mér. Ég hef oft verið feiminn við svona. Ég var sjálfur frekar seinn að byrja að hlusta á podcöst, ég byrjaði fyrir einhverjum tveimur árum og þá oftast voru þetta svona þættir þar sem þjálfarar voru að tala um þjálfun út frá mannlegri hlið. Það þurfti að vera hann og það þurfti að vera þetta (til að ég myndi segja já)."

Kristján Guðmundsson er gestur í fyrsta þættinum en þeir koma út vikulega. Viðtalið við Hilmar má sjá í heild hér að neðan en þar ræðir hann nánar um þættina.


Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
Athugasemdir
banner
banner