Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 07. nóvember 2024 11:48
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
Hilmar Árni Halldórsson hefur lagt skóna á hilluna.
Hilmar Árni Halldórsson hefur lagt skóna á hilluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar var í mörg ár einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins.
Hilmar var í mörg ár einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hilmar kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar meðan hann jafnaði sig eftir erfið meiðsli.
Hilmar kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar meðan hann jafnaði sig eftir erfið meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti.
Hilmar er uppalinn hjá Leikni í Breiðholti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson lagði skóna á hilluna eftir nýliðið tímabil. Ákvörðun hans vakti mikla athygli en Hilmar, sem er 32 ára, sýndi það svo sannarlega á lokakafla tímabilsins að hann væri enn meðal bestu leikmanna Bestu deildarinnar.

Hilmar hefur um árabil verið einn skemmtilegasti leikmaður Íslandsmótsins. Hann er Breiðhyltingur, uppalinn hjá Leikni, en var hjá Stjörnunni í átta ár. Á þeim tíma var hann fastagestur í liði ársins.

Hann mætti í gott spjall á skrifstofu Fótbolta.net og fyrsta spurningin var sú augljósa: Af hverju að hætta á þessum tímapunkti?

Missti það hægt og rólega að vilja verða betri í íþróttinni
„Af hverju er ég að hætta? Drifkrafturinn til að verða betri í íþróttinni er hægt og rólega að hverfa. Drifkrafturinn að reyna að gera aðra betri í íþróttinni hefur verið að stigmagnast. Fyrst fór það í gegnum leiðtogahlutverk í klefanum en svo hefur maður meira og meira viljað demba sér út í þjálfun. Það er ein útgáfa af svarinu," segir Hilmar Árni.

„Gleðin var ekkert horfin. Það var komin öðruvísi orka í mig. Ég hafði mjög gaman að síðustu vikunum. Við eigum það til mannverurnar að gleyma okkur í litlum mómentum. Fólk gleymir því stundum að fótbolti er ekki bara leikirnir. Það er þessi þrotlausa vinna sem fer í æfngarnar og ég elska það. Ég elska að æfa og elska að leggja mig fram en þegar þú missir það hægt og rólega að vilja verða betri þá finnst mér eðlilegt að næsti taki við."

Hugur Hilmars var farinn að leita annað og ákvörðunin tengist ekkert líkamlegu ástandi.

„Líkaminn var góður. Það tók tíma fyrir hnéð að gróa en það var orðið gott og mér leið vel þar. Auðvitað finnur maður það að maður er að eldast og það fór að taka lengri tíma að jafna sig á milli leikja og allt það. Mér leið vel í líkamanum en hugurinn var farinn annað og það er erfitt að segja nei við einhverju þegar eitthvað kallar jafn sterkt á mann og þjálfunin var farin að kalla á mig. Ef þetta endar á að vera ákvörðun sem ég sé eftir verður bara að vera svo en eins og staðan er í dag þá er ég mjög sáttur við ákvörðunina," segir Hilmar.

Var alltaf á leið í þjálfun þegar maður horfir til baka
Það voru komnar vísbendingar um að hugur Hilmars væri farinn að leita í þjálfun þegar hann var á meiðslalistanum eftir krossbandaslitin sem hann varð fyrir 2022 en hann kom þá inn í þjálfarateymi Stjörnunnar og aðstoðaði við leikgreiningu.

„Það varð ákveðinn vendipunktur þegar maður meiðist. Fyrst taka við mikil vonbrigði. Eftir það reynum við safna kjarki og tækla endurhæfinguna, sem ég og gerði. Svo var maður í kringum liðið og æfingarnar, neyðist til að horfa á þetta út frá öðru sjónarhorni og fer að pæla öðruvísi í hlutunum. Það er eiginlega bara það. Gústi og Jökull voru geggjaðir og leyfðu mér að vera í kringum þetta."

„Ég hafði mjög gaman að þessu og mögulega er það fyrsta skrefið en þegar ég lít til baka núna sé ég að ég hef ég alltaf pælt í íþróttinni út frá þjálfarahliðinni. Ég hef ekki sagt það mikið upphátt eða fattað það sjálfur. Þegar maður fór að tengja saman einhverja punkta þá var maður alltaf á leiðinni í þjálfun."

Meistaraflokksþjálfun mun heilla
Hilmar er nú orðinn aðalþjálfari 4. flokks kvenna hjá Stjörnunni og aðstoðar Olgeir Sigurgeirsson með 3. flokk karla. Þá kemur hann einnig að vinnu í kringum andleg málefni yngri flokka, og hvernig hægt er að styrkja einstaklingana.

Þó hann sé kominn í þjálfun yngri flokka þá telur hann sig vita að meistaraflokksþjálfun muni toga í sig í framtíðinni.

„Ég hugsa að ég verði ekkert tengdur meistaraflokknum á næsta tímabili. Ég tel hollt fyrir mig að fjarlægast það batterí aðeins. Ég elska allt við hópinn og umgjörðina en held að það sé fínt fyrir mig að hverfa aðeins frá því, taka smá hlé. Svo kemur maður hungraður til baka. Ég held að ég muni alltaf vilja koma að meistaraflokki í framtíðinni, hvenær veit ég ekki. Núna finnst mér mjög spennandi að fara í grasrót og upplifa aðeins öðruvísi umverfi í kringum fótboltann. Hitt mun samt alltaf heilla," segir Hilmar.

Síðan sýnir þér enginn skilning
Þegar Hilmar er spurður að því hverju hann sé stoltastur af eftir ferilinn nefnir hann þrjá hluti.

„Það er erfitt að svara þessari spurningu. Ég hef oft horft á þrjá hluti, sem íþróttafólk kannast alveg við. Það eru erfiðir kaflar sem ég er stoltur af að komast í gegnum. Að vera ungur, efnilegur iðkandi sem var ekki að ná almennilega því besta fram. Það var fyrsta alvöru mótlætið. Að hafa náð að viða að sér tólum og tækjum til að ná því besta fram, það var ákveðin sigur þegar maður horfir til baka. Þá er ég að tala um árin mín hjá Leikni þegar manni leið eins og maður ætti meira inni. Á endanum kom það, með hjálp frá umhverfinu en það var mikil vinna hjá manni sjálfum sem fór í það,"

„Það sem einkennir tíma minn hjá Stjörnunni og er mögulega það sem ég er stoltastur af er stöðugleiki. Það er ótrúlega erfitt að halda miklum stöðugleika á hæsta leveli. Eitthvað sem ég hef alltaf predikað bæði fyrir sjálfan mig og þegar ég horfi á íþróttir. Mér finnst merkilegt að reyna að stefna að því og fannst ég ná því nokkuð vel."

„Svo í lokin að ganga í gegnum erfið meiðsli. Það er erfitt og áhugavert ferli. Það er áhugavert að upplifa umhverfi sitt þegar svona gerist. Fólk heldur með þér og styður þig en svo koma líka þessir dagar þar sem þú ert bara einn að díla við þetta. Það er öllum sama og þú ert á fimmta mánuði í endurhæfingunni. Svo kemurðu til baka og ferð að spila og allir sýna því skilning að þú sért ekki sami leikmaðurinn, í svona tvær vikur. Síðan sýnir þér enginn skilning. Talað er um fyrstu leikina að maður sé að jafna sig eftir krossbandaslit, það taki tíma, en svo kemur 'búmm', fjórði leikurinn og 'Hann er engan veginn eins og hann á sér að vera'. Ég vissi að maður myndi fá þennan vegg en svo gengur maður í gegnum þetta. Maður þarf bara að tækla þetta, svo dettur maður úr liðinu og allt það. Að hafa náð að tækla það og náð að enda þetta vel er eitthvað sem ég mun alltaf hugsa til."

Andlega hliðin er nánast allt
Hilmar hugsar hlutina oft á ólíkan hátt en margir aðrir íþróttamenn. Andlega hliðin er honum sérstaklega hugleikin.

„Andlega hliðin á íþróttinni er svo mikilvæg, hún er nánast allt. Hún er grunnstoð þess að þú framkvæmir hlutina eins og þú vilt gera inni á vellinum. Öll þessi reynsla er eitthvað sem ég tek með mér út í þjálfun. Ég horfi á þetta sem mikinn styrkleika fyrir mig til að miðla minni þekkingu og minni reynslu," segir Hilmar Árni.

Andlega hliðin kemur einmitt mikið fyrir í nýjum hlaðvarpsþáttum sem Hilmar er byrjaður með. Þeir heita 'Berjast' og er fyrsti þátturinn kominn í loftið. Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, fer Hilmar vel út í hugmyndina á bak við þessa áhugaverðu þætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner