Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. desember 2021 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn yfirgefur Gautaborg (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson mun yfirgefa sænska félagið IFK Gautaborg þegar samningur hans við félagið rennur út um áramótin.

Kolbeinn, sem er 31 árs gamall sóknarmaður, gekk í raðir Gautaborgar í janúar og skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Kolbeinn hefur verið í endurhæfingu að undanförnu eftir að hafa farið í aðgerð í haust.

Sjá einnig:
Kolbeinn sendur í leyfi (3. sept)

„Fyrri hluta árs var Kolbeinn einn af okkar bestu leikmönnum. Eins og með alla leikmenn þá óskum við Kolbeini góðs gengis í framhaldinu á sínum ferli," sagði Pontus Farnerud, yfirmaður íþróttamála hjá Gautaborg.

Alls lék Kolbeinn 21 leik fyrir Gautaborg og skoraði fimm mörk.
Athugasemdir
banner