Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   fim 07. desember 2023 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hughes gagnrýnir varnarvinnu kantmanna Man Utd
Mynd: Getty Images

Mark Hughes fyrrum leikmaður Manchester United og fyrrum stjóri í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi leikmenn liðsins í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi m.a. við Sam Allardyce.


Marcus Rashford hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðuna sína undanfarið en hann hóf leikinn á bekknum í gær þegar United tók á móti Chelsea.

„Mér finnst það ekki vera þannig að leikmenn fari ekki í leiki án þess að reyna á sig, það gerist ekki. Það hefur verið margt í gangi með hann utan vallar sem gæti hafa tekið eitthvað frá honum og mögulega þarf hann bara að einbeita sér að því að finna hvaða hlutverk hann gegnir þegar hann er beðinn um að fara í treyju Man Utd," sagði Hughes.

„Ef maður skoðar Man Utd þá finnst mér mikið af þeirra vandamálum stafa af kantstöðunum. Þegar boltinn fer framhjá þeim eru viðbrögðin þeirra ekki nógu góð," sagði Hughes.

„Þeir þurfa að að vinna til baka af þeim um leið og við töpum honum."


Athugasemdir
banner
banner
banner