Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. janúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Flamengo: Henderson bestur í heimi í sinni stöðu
Mynd: Getty Images
Jorge Jesus, þjálfari brasilíska félagsins Flamengo, segir að Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, sé bestur í heimi í sinni stöðu.

Henderson hefur verið í lykilhlutverki á miðjunni hjá Liverpool undanfarin ár en hann spilaði aftast á miðjunni í fjarveru Fabinho í 1-0 sigrinum á Flamengo í úrslitum HM félagsliða í síðasta mánuði.

„Henderson er besti miðjumaður í heimi í sinni stöðu," sagði Jesus í viðtali í Brasilíu.

„Klopp tekur hann aldrei úr liðinu en tveir sóknarsinnuðu miðjumennirnir [Naby] Keita og [Georginio] Wijnaldum, eru stundum teknir út. Hinir leikmennirnir eru alltaf þeir sömu."
Athugasemdir
banner