Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 08. janúar 2021 13:24
Elvar Geir Magnússon
Fjórtán smitaðir hjá Villa og þar af tíu leikmenn
Christian Purslow, framkvæmdastjóri Aston Villa, staðfestir að alls hafi fjórtán hjá félaginu greinst með Covid-19. Þar af eru tíu leikmenn.

Hann segir að ekki sé tímabært að tjá sig um það hvort fresta þurfi komandi deildarleikjum liðsins, gegn Tottenham og Everton í næstu viku.

Aston Villa á leik gegn Liverpool í deildabikarnum í kvöld en sá leikur mun fara fram. Villa mun tefla fram varaliðinu.

Allir leikmenn Aston Villa verða fjarri góðu gamni en þeir eru ýmist smitaðir eða í sóttkví. Það sama á við um Dean Smith stjóra liðsins og þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner