Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 08. janúar 2022 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði 5-2 gegn Breiðabliki í Fótbolti.net mótinu í dag.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn. Aðaláherslan var meira á leikmannamál heldur en leikinn sjálfan. Leikmenn hafa bæði verið orðaðir við Keflavík og í burtu frá félaginu.

„Já [ég er sáttur], mér fannst þetta ekki 5-2 leikur en það var margt mjög gott hjá okkur og gott að skora tvö mörk á útivelli. Við fengum fullt af fínum færum til að gera fleiri mörk. Það vantar marga hjá okkur, erlendu leikmennina, Ása [Ástbjörn Þórðarson] og svo vonumst við til þess að styrkja liðið eitthvað líka. En þeir sem fengu að spila í dag fengu mjög góða reynslu, gaman að sjá leikmenn grípa tækifærið - eins og Jói [Jóhann Þór Arnarsson] sem stóð sig vel og skoraði í dag og Ásgeir Páll [Magnússon] sem kom til okkar frá Leikni Fásk, hann stóð sig fínt í bakverðinum. Þetta er góð reynsla fyrir strákana að spila á móti virkilega góðu liði," sagði Siggi Raggi.

Fannst þér að þið hefðuð mögulega geta unnið þennan leik?

„Manni fannst mörkin vera ódýr, það var ódýrt víti og okkur fannst við líka eiga að fá víti. Á þessum tíma ársins er maður ekki bara að horfa í úrslitin. Frammistaðan var góð og við erum að reyna þróa okkar leik. Það voru fjórir nýir leikmenn sem spiluðu með okkur; Sindri Snær kom flott inn í liðið okkar og gaman að sjá hvernig hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."

„Við tókum því fremur rólega í uppbyggingunni fyrir áramót, á meðan Blikar hafa æft stíft og eru að fara á mót í janúar sem þeir ætla að standa sig vel í,"
sagði Siggi Raggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner