Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 08. janúar 2022 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði 5-2 gegn Breiðabliki í Fótbolti.net mótinu í dag.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn. Aðaláherslan var meira á leikmannamál heldur en leikinn sjálfan. Leikmenn hafa bæði verið orðaðir við Keflavík og í burtu frá félaginu.

„Já [ég er sáttur], mér fannst þetta ekki 5-2 leikur en það var margt mjög gott hjá okkur og gott að skora tvö mörk á útivelli. Við fengum fullt af fínum færum til að gera fleiri mörk. Það vantar marga hjá okkur, erlendu leikmennina, Ása [Ástbjörn Þórðarson] og svo vonumst við til þess að styrkja liðið eitthvað líka. En þeir sem fengu að spila í dag fengu mjög góða reynslu, gaman að sjá leikmenn grípa tækifærið - eins og Jói [Jóhann Þór Arnarsson] sem stóð sig vel og skoraði í dag og Ásgeir Páll [Magnússon] sem kom til okkar frá Leikni Fásk, hann stóð sig fínt í bakverðinum. Þetta er góð reynsla fyrir strákana að spila á móti virkilega góðu liði," sagði Siggi Raggi.

Fannst þér að þið hefðuð mögulega geta unnið þennan leik?

„Manni fannst mörkin vera ódýr, það var ódýrt víti og okkur fannst við líka eiga að fá víti. Á þessum tíma ársins er maður ekki bara að horfa í úrslitin. Frammistaðan var góð og við erum að reyna þróa okkar leik. Það voru fjórir nýir leikmenn sem spiluðu með okkur; Sindri Snær kom flott inn í liðið okkar og gaman að sjá hvernig hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."

„Við tókum því fremur rólega í uppbyggingunni fyrir áramót, á meðan Blikar hafa æft stíft og eru að fara á mót í janúar sem þeir ætla að standa sig vel í,"
sagði Siggi Raggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner