Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 08. janúar 2022 16:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munur á undirbúningi Keflavíkur og Blika - „Gaman að sjá menn grípa tækifærið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tapaði 5-2 gegn Breiðabliki í Fótbolti.net mótinu í dag.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn. Aðaláherslan var meira á leikmannamál heldur en leikinn sjálfan. Leikmenn hafa bæði verið orðaðir við Keflavík og í burtu frá félaginu.

„Já [ég er sáttur], mér fannst þetta ekki 5-2 leikur en það var margt mjög gott hjá okkur og gott að skora tvö mörk á útivelli. Við fengum fullt af fínum færum til að gera fleiri mörk. Það vantar marga hjá okkur, erlendu leikmennina, Ása [Ástbjörn Þórðarson] og svo vonumst við til þess að styrkja liðið eitthvað líka. En þeir sem fengu að spila í dag fengu mjög góða reynslu, gaman að sjá leikmenn grípa tækifærið - eins og Jói [Jóhann Þór Arnarsson] sem stóð sig vel og skoraði í dag og Ásgeir Páll [Magnússon] sem kom til okkar frá Leikni Fásk, hann stóð sig fínt í bakverðinum. Þetta er góð reynsla fyrir strákana að spila á móti virkilega góðu liði," sagði Siggi Raggi.

Fannst þér að þið hefðuð mögulega geta unnið þennan leik?

„Manni fannst mörkin vera ódýr, það var ódýrt víti og okkur fannst við líka eiga að fá víti. Á þessum tíma ársins er maður ekki bara að horfa í úrslitin. Frammistaðan var góð og við erum að reyna þróa okkar leik. Það voru fjórir nýir leikmenn sem spiluðu með okkur; Sindri Snær kom flott inn í liðið okkar og gaman að sjá hvernig hann smellpassar inn í þetta hjá okkur."

„Við tókum því fremur rólega í uppbyggingunni fyrir áramót, á meðan Blikar hafa æft stíft og eru að fara á mót í janúar sem þeir ætla að standa sig vel í,"
sagði Siggi Raggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner