Sigurður Gunnar Jónsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna.
Sigurður er uppalinn í Stjörnunni en hefur einnig leikið með KFG. Þá var hann á láni hjá Leikni á síðustu leiktíð og spilaði tíu leiki áður en hann var kallaður til baka.
Hann lék tíu leiki með Stjörnunni í Bestu deildinni síðasta sumar þar sem liðið hafnaði í 4. sæti deildarinnar.
Sigurður Gunnar er fæddur árið 2004 en hann hefur leikið 69 leiki á ferlinum og skorað þrjú mörk.
Athugasemdir