
Al Ahly 1 - 4 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('42)
0-2 Federico Valverde ('46)
1-2 Ali Maaloul ('65, víti)
1-3 Rodrygo ('92)
1-4 Sergio Arribas ('98)
Real Madrid er komið í úrslitaleik HM félagsliða eftir sigur á Al Ahly í kvöld.
Egypska stórveldið sýndi fínar rispur en Evrópumeistararnir reyndust alltof stór biti.
Vinicius Junior skoraði undir lok fyrri hálfleiks og tvöfaldaði Federico Valverde forystuna í upphafi þess síðari.
Al Ahly minnkaði muninn á 65. mínútu þegar Ali Maaloul skoraði úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Eduardo Camavinga.
Luka Modric klúðraði vítaspyrnu undir lok leiksins, nokkrum mínútum áður en Brasilímaðurinn Rodrygo Goes gerði út um viðureignina í uppbótartíma.
Hinn ungi Sergio Arribas kom inn af bekknum og gerði fjórða mark Real undir lok uppbótartímans.
Real Madrid mætir sádí-arabíska félaginu Al Hilal í úrslitaleik um helgina. Al Ahly spilar við Flamengo um þriðja sætið.