Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   mið 08. febrúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Newcastle kaupir landsvæði við leikvanginn
Newcastle United hefur stigið stórt skref í átt að stækkun á St James' Park, heimavelli sínum, með kaupum á landsvæði beint fyrir aftan leikvanginn.

Leikvangurinn tekur 52.300 áhorfendur en eftirspurn eftir miðum hefur aukist síðan Sádi-Arabarnir keyptu félagið 2021.

Daily Mail segir að fyrsta skref verði að setja upp stuðningsmannasvæði á landinu sem félagið var að kaupa og síðar að samtengja aðstöðuna við leikvanginn.

Uppselt hefur verið á alla heimavelli Newcastle á tímabilinu en liðið er á leið í úrslitaleik deildabikarsins síðar í þessum mánuði, þar sem það leikur gegn Manchester United á Wembley.
Athugasemdir
banner