Það hefur skapast gríðarlega mikil umræða um dómgæsluna í spænsku deildinni í aðdraganda stórleiksins í kvöld þar sem Real Madrid fær Atletico Madrid í heimsókn.
Real Madrid sendi spænska sambandinu bréf þar sem félagið sakar spænska dómara um spillingu. Þetta kom í kjölfar tapsins gegn Espanyol um síðustu helgi.
Antoine Griezmann tjáði sig um dómarana í kjölfarið og bað fjölmiðlamenn um að hætta að fjalla um þetta þar sem það hefði slæm áhrif á dómarana.
Nú hefur Atletico Madrid sent frá sér yfirlýsingu.
„Við viljum lýsa yfir fullum stuðningi og samstöðu við alla dómarana, fjölskyldur þeirra og vini. Þetta eru mjög erfiðir dagar fyrir fótboltasamfélagið. Verið sterkir."
Athugasemdir