Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 08. mars 2018 16:30
Hafliði Breiðfjörð
Forsetahjónin reyndu fyrir sér í fótbolta í herferð Íslands
Forsetahjónin taka sig vel út í búningum íslenska landsliðsins.
Forsetahjónin taka sig vel út í búningum íslenska landsliðsins.
Mynd: #TeamIceland
Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Eliza Reid, forsetafrú bjóða heiminum að taka þátt í HM-ævintýri Íslendinga í nýju myndbandi frá Inspired by Iceland.

Forsetahjónin hvetja fólk til að ganga til liðs við „Team Iceland“ og upplifa gleðina frá fyrstu hendi og kynnast landinu betur.

Í dag eru 100 dagar í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi.

„Taktu þátt í gleðinni, allir eru velkomnir. Sama hvaða lið þú styður og hvaðan þú ert, þá er pláss fyrir þig í okkar liði,“ segir Eliza í myndbandinu sem má sjá hér efst í fréttinni

„Hvort sem við vinnum eða töpum, þá er alltaf spennandi að vera hluti af einhverju stóru, jafnvel þegar þú ert smár,“ segir Guðni forseti.

Hægt er að ganga til liðs við „Team Iceland“ á síðunni www.teamiceland.com. Við skráningu fær hver stuðningsmaður til dæmis rafræna leikmannatreyju með einstöku númeri og íslenskri útgáfu af eftirnafni viðkomandi þar sem hann er kenndur við eiginnafn föður eða móður með viðskeytinu -son eða -dóttir til að deila á samfélagsmiðlum.

Einnig verður hægt að vinna ferð til Íslands. Þetta er fyrsti áfangi í markaðsherferðinni á árinu.
Athugasemdir
banner