Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sunderland notar neyðarúrræði stjórnvalda
Sunderland er í C-deild.
Sunderland er í C-deild.
Mynd: Getty Images
Sunderland hefur sent leikmenn og aðra starfsmenn í tímabundið leyfi vegna kórónuveirunnar. Sunderland mun nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda í Bretlandi sem segir til um að ríkið borgi 80 prósent af launum upp að allt að 2500 pundum á mánuði fyrir skatt, og að félagið borgi þá hin 20 prósentin.

Knattspyrnustjórinn Phil Parkinson fer ekki í leyfi þar sem hann vinnur að heiman. Það sama gildir um lítinn hóp starfsfólks hjá félaginu.

Fram kemur í frétt Sky Sports að Sunderland sé annað félagið úr C-deild á Englandi til að setja starfsfólk í leyfi. Hitt félagið er Portsmouth.

Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið ákvörðun um að þiggja ríkissaðstoð og má þar nefna Tottenham, Liverpool og Newcastle. Liverpool hætti hins vegar við að gera það eftir að ákvörðun félagsins var harðlega gagnrýnd.

Nýlega kom út önnur þáttarröðin af Sunderland Til' I Die á Netflix. Óhætt er að mæla með þeim þáttum fyrir fótboltaunnendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner