Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 08. maí 2021 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn: Áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn heimsóttu HK í Kórinn þegar 2.umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld.
Fylkir voru fyrir leikinn í kvöld stigalausir og komust í 2-0 forystu áður en HK jafnaði leikinn í uppbótartíma og þar við sat.

Svekktur, áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr og vera með stærri forystu en 2-0 og auðvitað vill maður líka í stöðunni 2-0 að það á að vera nóg til þess að vinna leikinn.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Svona fyrir fram hefði maður kannski tekið eitt stig hérna á útivelli á móti góðu HK liði en úr því sem komið var þá var þetta svekkjandi.

Fylkismenn sóttu sitt fyrsta stig í Pepsi Max deildinni þetta árið svo það er eitthvað jákvætt fyrir þá að taka úr þessum leik.
Það er satt, það er jákvætt en með 2-0 þá viljum við auðvitað og vorum allir sammála um það að það sé leikur sem við viljum allan daginn klára og áttum að gera það í rauninni fannst mér.

Fylkir skoraði tvö keimlík mörk gegn HK og sagði Atli Sveinn að þetta væri eitthvað sem þeir hefðu verið búnir að skoða í leik HK.
Já við vorum aðeins búnir að vinna með þetta og það gaf okkur þessi tvö mörk og það gaf okkur fleirri færi líka en að sama skapi hefði ég viljað verjast aðeins betur líka, þeir settu langa bolta upp í hornin síðustu 20-25 mínúturnar þannig við hefðum viljað loka betur á það en gerðum það ekki nógu vel.

Djair Parfitt-Williams var búin að skora 2 mörk en var tekinn af velli eftir rúman klukkutíma leik og fékk því ekki færi á að klára þrennuna.
Hann er bara búin að æfa í 4 vikur, þetta er fjórða vikan sem hann æfir, hann er búin að vera í meiðslum í allan vetur þannig þetta er bara fyrirbyggjandi og við viljum bara ekki missa hann í meiðsli.

Nánar er rætt við Atla Svein í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir