Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 08. maí 2021 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn: Áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn heimsóttu HK í Kórinn þegar 2.umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld.
Fylkir voru fyrir leikinn í kvöld stigalausir og komust í 2-0 forystu áður en HK jafnaði leikinn í uppbótartíma og þar við sat.

Svekktur, áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr og vera með stærri forystu en 2-0 og auðvitað vill maður líka í stöðunni 2-0 að það á að vera nóg til þess að vinna leikinn.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Svona fyrir fram hefði maður kannski tekið eitt stig hérna á útivelli á móti góðu HK liði en úr því sem komið var þá var þetta svekkjandi.

Fylkismenn sóttu sitt fyrsta stig í Pepsi Max deildinni þetta árið svo það er eitthvað jákvætt fyrir þá að taka úr þessum leik.
Það er satt, það er jákvætt en með 2-0 þá viljum við auðvitað og vorum allir sammála um það að það sé leikur sem við viljum allan daginn klára og áttum að gera það í rauninni fannst mér.

Fylkir skoraði tvö keimlík mörk gegn HK og sagði Atli Sveinn að þetta væri eitthvað sem þeir hefðu verið búnir að skoða í leik HK.
Já við vorum aðeins búnir að vinna með þetta og það gaf okkur þessi tvö mörk og það gaf okkur fleirri færi líka en að sama skapi hefði ég viljað verjast aðeins betur líka, þeir settu langa bolta upp í hornin síðustu 20-25 mínúturnar þannig við hefðum viljað loka betur á það en gerðum það ekki nógu vel.

Djair Parfitt-Williams var búin að skora 2 mörk en var tekinn af velli eftir rúman klukkutíma leik og fékk því ekki færi á að klára þrennuna.
Hann er bara búin að æfa í 4 vikur, þetta er fjórða vikan sem hann æfir, hann er búin að vera í meiðslum í allan vetur þannig þetta er bara fyrirbyggjandi og við viljum bara ekki missa hann í meiðsli.

Nánar er rætt við Atla Svein í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner