Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 08. maí 2021 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn: Áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn heimsóttu HK í Kórinn þegar 2.umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld.
Fylkir voru fyrir leikinn í kvöld stigalausir og komust í 2-0 forystu áður en HK jafnaði leikinn í uppbótartíma og þar við sat.

Svekktur, áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr og vera með stærri forystu en 2-0 og auðvitað vill maður líka í stöðunni 2-0 að það á að vera nóg til þess að vinna leikinn.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Svona fyrir fram hefði maður kannski tekið eitt stig hérna á útivelli á móti góðu HK liði en úr því sem komið var þá var þetta svekkjandi.

Fylkismenn sóttu sitt fyrsta stig í Pepsi Max deildinni þetta árið svo það er eitthvað jákvætt fyrir þá að taka úr þessum leik.
Það er satt, það er jákvætt en með 2-0 þá viljum við auðvitað og vorum allir sammála um það að það sé leikur sem við viljum allan daginn klára og áttum að gera það í rauninni fannst mér.

Fylkir skoraði tvö keimlík mörk gegn HK og sagði Atli Sveinn að þetta væri eitthvað sem þeir hefðu verið búnir að skoða í leik HK.
Já við vorum aðeins búnir að vinna með þetta og það gaf okkur þessi tvö mörk og það gaf okkur fleirri færi líka en að sama skapi hefði ég viljað verjast aðeins betur líka, þeir settu langa bolta upp í hornin síðustu 20-25 mínúturnar þannig við hefðum viljað loka betur á það en gerðum það ekki nógu vel.

Djair Parfitt-Williams var búin að skora 2 mörk en var tekinn af velli eftir rúman klukkutíma leik og fékk því ekki færi á að klára þrennuna.
Hann er bara búin að æfa í 4 vikur, þetta er fjórða vikan sem hann æfir, hann er búin að vera í meiðslum í allan vetur þannig þetta er bara fyrirbyggjandi og við viljum bara ekki missa hann í meiðsli.

Nánar er rætt við Atla Svein í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner