Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 08. maí 2021 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Atli Sveinn: Áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn heimsóttu HK í Kórinn þegar 2.umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld.
Fylkir voru fyrir leikinn í kvöld stigalausir og komust í 2-0 forystu áður en HK jafnaði leikinn í uppbótartíma og þar við sat.

Svekktur, áttum alla möguleika á að vera búnir að gera út um leikinn fyrr og vera með stærri forystu en 2-0 og auðvitað vill maður líka í stöðunni 2-0 að það á að vera nóg til þess að vinna leikinn.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Fylkir

Svona fyrir fram hefði maður kannski tekið eitt stig hérna á útivelli á móti góðu HK liði en úr því sem komið var þá var þetta svekkjandi.

Fylkismenn sóttu sitt fyrsta stig í Pepsi Max deildinni þetta árið svo það er eitthvað jákvætt fyrir þá að taka úr þessum leik.
Það er satt, það er jákvætt en með 2-0 þá viljum við auðvitað og vorum allir sammála um það að það sé leikur sem við viljum allan daginn klára og áttum að gera það í rauninni fannst mér.

Fylkir skoraði tvö keimlík mörk gegn HK og sagði Atli Sveinn að þetta væri eitthvað sem þeir hefðu verið búnir að skoða í leik HK.
Já við vorum aðeins búnir að vinna með þetta og það gaf okkur þessi tvö mörk og það gaf okkur fleirri færi líka en að sama skapi hefði ég viljað verjast aðeins betur líka, þeir settu langa bolta upp í hornin síðustu 20-25 mínúturnar þannig við hefðum viljað loka betur á það en gerðum það ekki nógu vel.

Djair Parfitt-Williams var búin að skora 2 mörk en var tekinn af velli eftir rúman klukkutíma leik og fékk því ekki færi á að klára þrennuna.
Hann er bara búin að æfa í 4 vikur, þetta er fjórða vikan sem hann æfir, hann er búin að vera í meiðslum í allan vetur þannig þetta er bara fyrirbyggjandi og við viljum bara ekki missa hann í meiðsli.

Nánar er rætt við Atla Svein í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner